Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ræktendur Bamba, Geir Árdal og Margrét Bjarnadóttir frá Dæli í Fnjóskadal, taka við viðurkenningu LK úr hendi Sigurðar Loftssonar formanns og Guðnýjar Helgu Björnsdóttur, stjórnarmanns LK.
Ræktendur Bamba, Geir Árdal og Margrét Bjarnadóttir frá Dæli í Fnjóskadal, taka við viðurkenningu LK úr hendi Sigurðar Loftssonar formanns og Guðnýjar Helgu Björnsdóttur, stjórnarmanns LK.
Mynd / smh
Fréttir 22. apríl 2016

Bambi er besta naut Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands fætt 2008

Höfundur: smh
Besta naut Nautastöðvar Bænda­samtaka Íslands, sem fætt er árið 2008, var útnefnt á aðalfundi Landssambands kúabænda þann 31. mars síðastliðinn í upphafi fagþings nautgriparæktarinnar. Nautið Bambi (08049) hlaut þessa útnefningu.
 
Veitti Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, ræktendunum Margréti Bjarnadóttur og Geir Árdal frá Dæli í Fnjóskadal viðurkenningu af þessu tilefni. 
 
Í rökstuðningi Guðmundar kom fram að í framættum Bamba væri að finna mikilvæg naut í íslenskri nautgriparækt, eins og til dæmis Smell (92028), Daða (87003) Þráð (86013), Bauta (79009), Víði (76004), Yl 74010, Fáfni (69003), Bakka (69002) og Sokka (59018). 
 
Faðir Bamba er Laski (00010) frá Dalbæ í Hrunamannahreppi og móðir Stáss (319). Kaðall (94017), frá Miklagarði í Saurbæ er móðurfaðir. Guðmundur sagði að kynbótaeinkunn Bamba væri einstök, eða 117. 
 
Í umsögn um dætur Bamba kom eftirfarandi fram:
 
Fjórir fimmtu hlutar dætra Bamba eru tvílitar þar sem skjöldóttur er langalgengasti litur. Af grunnlitum eru kolóttir litir mest áberandi. 
 
Dætur Bamba eru prýðilegar mjólkurkýr og hlutfall verðefna í mjólk er hátt. 
 
Þetta eru fremur smáar en í góðu meðallagi háfættar kýr. Þær eru meðalkýr hvað snertir boldýpt en útlögur eru miklar og yfirlínan er eilítið veik. Malir eru í meðallagi breiðar, hallandi en fremur flatar. 
 
Fótstaða er mjög sterkleg og góð.  Júgurgerð dætra Bamba er úrvalsgóð, þau eru vel löguð, gríðarvel borin með geysimikla festu og sérlega sterkt júgurband. 
 
Spenagerð er góð, þeir eru stuttir, grannir og mjög vel settir. Dætur Bamba eru frábærar í mjöltum og skapi. 
 
Á aðalfundi Landssambands kúabænda var Bambi útnefnt besta naut Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, sem fætt er árið 2008. Dætur Bamba eru sagðar frábærar í mjöltum og góðar í skapi. Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, lýsir kostum Bamba.

6 myndir:

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...