Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bakslag í sölu á íslenskum tómötum í júní
Fréttir 4. ágúst 2017

Bakslag í sölu á íslenskum tómötum í júní

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverður samdráttur var í sölu á íslenskum tómötum í júní síðastliðnum. Ástæða samdráttarins er rakin til opnunar Costco.

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að greinlegur og talsvert mikill samdráttur hafi orðið í sölu á tómötun í júní í kjölfar opnunnar á Costco.

Hitti á slæman tíma

„Það var tjón í júní og framleiðendur þurftu að farga hluta af framleiðslunni án þess að ég viti hversu mikið magnið var. Við hjá Sölufélagi Garðyrkjumann fundum greinilega fyrir niðursveiflunni sem hófst í kjölfar opnunar Costco. Það hitti þannig á að þeir opnuðu á sama tíma og við vorum að taka toppinn í magni og hitti því illa á fyrir okkur. Salan hefur snúist aftur til betri vegar í júlí og sala á íslenskum tómötum hefur aukist.“

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði er Costco ekki með íslenskt grænmeti til sölu í sinni búð. Gunnlaugur segist ekki eiga von á öðru en að íslenskt grænmeti verði á boðstólum í Costco áður en langt um líður. „Þeir hafa alveg sýnt vilja til að skoða það,“ segir hann.

Um 30% samdráttur í sölu

Páll Ólafsson, hjá garðyrkjustöðinni Hveravöllum í Reykjahverfi sem er með stærstu tómataframleiðendum á landinu, segir að hann hafi fundið fyrir talsverðum samdrætti í tómatasölu í júní.
„Salan var fremur róleg og líklega að meðaltali um 30% samdráttur ef miðað er við sama tíma í fyrra.

Tómatar sem ekki seljast ferskir eru frystir og notaðir í tómat- og pastasósur og þrátt fyrir að verðið fyrir umframtómatana sé lágt er það betra enn að henda þeim. Mér skilst að salan sé að glæðast aftur og vonandi nær hún jafnvægi fljótlega,“ sagði Páll Ólafsson.

Skylt efni: tómatar | sala | Costco

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...