Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bakslag í sölu á íslenskum tómötum í júní
Fréttir 4. ágúst 2017

Bakslag í sölu á íslenskum tómötum í júní

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverður samdráttur var í sölu á íslenskum tómötum í júní síðastliðnum. Ástæða samdráttarins er rakin til opnunar Costco.

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að greinlegur og talsvert mikill samdráttur hafi orðið í sölu á tómötun í júní í kjölfar opnunnar á Costco.

Hitti á slæman tíma

„Það var tjón í júní og framleiðendur þurftu að farga hluta af framleiðslunni án þess að ég viti hversu mikið magnið var. Við hjá Sölufélagi Garðyrkjumann fundum greinilega fyrir niðursveiflunni sem hófst í kjölfar opnunar Costco. Það hitti þannig á að þeir opnuðu á sama tíma og við vorum að taka toppinn í magni og hitti því illa á fyrir okkur. Salan hefur snúist aftur til betri vegar í júlí og sala á íslenskum tómötum hefur aukist.“

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði er Costco ekki með íslenskt grænmeti til sölu í sinni búð. Gunnlaugur segist ekki eiga von á öðru en að íslenskt grænmeti verði á boðstólum í Costco áður en langt um líður. „Þeir hafa alveg sýnt vilja til að skoða það,“ segir hann.

Um 30% samdráttur í sölu

Páll Ólafsson, hjá garðyrkjustöðinni Hveravöllum í Reykjahverfi sem er með stærstu tómataframleiðendum á landinu, segir að hann hafi fundið fyrir talsverðum samdrætti í tómatasölu í júní.
„Salan var fremur róleg og líklega að meðaltali um 30% samdráttur ef miðað er við sama tíma í fyrra.

Tómatar sem ekki seljast ferskir eru frystir og notaðir í tómat- og pastasósur og þrátt fyrir að verðið fyrir umframtómatana sé lágt er það betra enn að henda þeim. Mér skilst að salan sé að glæðast aftur og vonandi nær hún jafnvægi fljótlega,“ sagði Páll Ólafsson.

Skylt efni: tómatar | sala | Costco

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...