Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bakslag í sölu á íslenskum tómötum í júní
Fréttir 4. ágúst 2017

Bakslag í sölu á íslenskum tómötum í júní

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talsverður samdráttur var í sölu á íslenskum tómötum í júní síðastliðnum. Ástæða samdráttarins er rakin til opnunar Costco.

Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir að greinlegur og talsvert mikill samdráttur hafi orðið í sölu á tómötun í júní í kjölfar opnunnar á Costco.

Hitti á slæman tíma

„Það var tjón í júní og framleiðendur þurftu að farga hluta af framleiðslunni án þess að ég viti hversu mikið magnið var. Við hjá Sölufélagi Garðyrkjumann fundum greinilega fyrir niðursveiflunni sem hófst í kjölfar opnunar Costco. Það hitti þannig á að þeir opnuðu á sama tíma og við vorum að taka toppinn í magni og hitti því illa á fyrir okkur. Salan hefur snúist aftur til betri vegar í júlí og sala á íslenskum tómötum hefur aukist.“

Eins og greint var frá í síðasta Bændablaði er Costco ekki með íslenskt grænmeti til sölu í sinni búð. Gunnlaugur segist ekki eiga von á öðru en að íslenskt grænmeti verði á boðstólum í Costco áður en langt um líður. „Þeir hafa alveg sýnt vilja til að skoða það,“ segir hann.

Um 30% samdráttur í sölu

Páll Ólafsson, hjá garðyrkjustöðinni Hveravöllum í Reykjahverfi sem er með stærstu tómataframleiðendum á landinu, segir að hann hafi fundið fyrir talsverðum samdrætti í tómatasölu í júní.
„Salan var fremur róleg og líklega að meðaltali um 30% samdráttur ef miðað er við sama tíma í fyrra.

Tómatar sem ekki seljast ferskir eru frystir og notaðir í tómat- og pastasósur og þrátt fyrir að verðið fyrir umframtómatana sé lágt er það betra enn að henda þeim. Mér skilst að salan sé að glæðast aftur og vonandi nær hún jafnvægi fljótlega,“ sagði Páll Ólafsson.

Skylt efni: tómatar | sala | Costco

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...