Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bæta verður aðstæður fæðandi kvenna í dreifðum byggðum
Fréttir 4. ágúst 2016

Bæta verður aðstæður fæðandi kvenna í dreifðum byggðum

„Það er óásættanlegt að konur þurfi að dvelja langdvölum fjarri heimilum sínum meðan þær bíða fæðingar eða séu sendar milli sjúkrastofnana, þannig að börn þeirra fæðist jafnvel í misjöfnum veðrum úti á þjóðvegum. Slíkt er bæði áhættusamt og óöruggt fyrir konur og ófædd börn þeirra,“ segir í ályktun um bættar aðstæður fæðandi kvenna og minnkandi fæðingartíðni og samþykkt var á norrænu þingi kvenfélaga sem haldið var í Vestmannaeyjum í liðnum mánuði. 
 
Fram kemur í ályktun þingsins að fæðingartíðni fari lækkandi á Norðurlöndum, sem leiði af sér að öldruðum fjölgi og ójafnvægi í aldursdreifingu eykst. Inn í þá þróun spili margir þættir og megi þar nefna tekjuóöryggi foreldra og fáar fæðingardeildir, einkum í hinum dreifðari byggðum.
 
Telur þingið að til að sporna við þessari óheillaþróun þurfi að bæta aðstæður fæðandi kvenna og jafnframt að viðhalda gæðum þjónustunnar víða í hinum dreifðu byggðum og þar sem náttúruöflin geta verið óvægin. „Að lifa í sátt við náttúruna snýst m.a. um að viðhalda byggð um land allt,“ segir enn fremur.
 
Markmiðið að efla kynni og miðla reynslu
 
Á þinginu tók Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands við formennsku í Nordens Kvinnoförbund, NFK. Norræn þing kvenfélaga eru haldin á hverju sumri og skiptast Norðurlöndin á að halda þau, kvenfélagasambönd landanna skiptast einnig á um skipulagningu og framkvæmd þeirra. Markmiðið með þingunum er  að efla kynni og miðla reynslu meðal kvenfélagskvenna auk þess að taka ákvarðanir fyrir félagsheildina. Allar kvenfélagskonur eru velkomnar á þingin. Um 110 konur sóttu þingið í Vestmannaeyjum. Fjölmargir fyrirlestrar voru fluttir á þinginu en þema þess var „Lifað í sátt við náttúruna“. 
 
Næsta þing verður haldið í Sandefjord í Noregi í júní árið 2017. 
Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...