Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Þetta tiltölulega nýborna lamb er heilbrigt en bændur eru beðnir um að hafa samband við RML ef vart verður við bógkreppu eða aðra erfðagalla í lömbum.
Þetta tiltölulega nýborna lamb er heilbrigt en bændur eru beðnir um að hafa samband við RML ef vart verður við bógkreppu eða aðra erfðagalla í lömbum.
Mynd / sá
Fréttir 6. maí 2025

Bændur tilkynni bógkreppu í lömbum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar eftir að bændur tilkynni áfram bógkreppu og aðra hugsanlega erfðagalla til miðstöðvarinnar.

„Ef lömb fæðast sem bera hugsanlega einkenni bógkreppu, er áfram mikill akkur í því að fá úr þeim DNA-sýni. Enn er í þróun erfðapróf fyrir bógkreppu og mikilvægur liður í að bæta það próf er að fá sýni úr lömbum sem örugglega bera þennan erfðagalla,“ segir Eyþór Einarsson, ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði RML. Yfirleitt drepist þessi lömb í burði, en engu að síður sé rétt að gefa þeim lambanúmer og taka úr þeim DNA-sýni.

Sýnagreining og rannsókn hræja

Óskað er eftir að haft sé samband við RML og látið vita ef fæðist vanskapað lamb og grunur um að það sé með bógkreppu. Taka þurfi af því greinilegar myndir. Jafnframt sé æskilegt að fá (frysta) skrokka af bógkreppulömbum til rannsókna á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Greining á sýni og skoðun hræja sé bændum að kostnaðarlausu.

Aðaleinkenni bógkreppu eru, að sögn Eyþórs, stuttir og krepptir framfætur sem ekki er hægt að rétta úr. Snúningar í framfótum geta verið mismiklir en yfirleitt eru framfætur það krepptir að þótt lambið lifi gengur það á hnjánum. Bitgallar fylgja ekki klassískri bógkreppu, en skyld vansköpun er þekkt, sem kallast transeiði (neðri skoltur lengri en efri skoltur) og snúnir fætur. Sýni og upplýsingar um lömb með þá vansköpun er einnig mikilvægt að fá inn til RML.

Ekki algengt en gerist þó

Þó ekki sé algengt að vansköpuð lömb fæðist er sagt afar mikilvægt að halda utan um slíkar upplýsingar til að hægt sé að sporna við útbreiðslu erfðagalla. Sérstaklega sé þetta mikilvægt þegar um afkvæmi sæðingastöðvahrúta er að ræða. Aðrir gallar sem megi sérstaklega nefna og gott sé að vita af eru klofinn hryggur (opin rauf ofan í mænugöng aftarlega á hryggnum og lambið lamað í afturparti) og naflaslit.

Skylt efni: bógkreppa

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f