Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Þetta tiltölulega nýborna lamb er heilbrigt en bændur eru beðnir um að hafa samband við RML ef vart verður við bógkreppu eða aðra erfðagalla í lömbum.
Þetta tiltölulega nýborna lamb er heilbrigt en bændur eru beðnir um að hafa samband við RML ef vart verður við bógkreppu eða aðra erfðagalla í lömbum.
Mynd / sá
Fréttir 6. maí 2025

Bændur tilkynni bógkreppu í lömbum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar eftir að bændur tilkynni áfram bógkreppu og aðra hugsanlega erfðagalla til miðstöðvarinnar.

„Ef lömb fæðast sem bera hugsanlega einkenni bógkreppu, er áfram mikill akkur í því að fá úr þeim DNA-sýni. Enn er í þróun erfðapróf fyrir bógkreppu og mikilvægur liður í að bæta það próf er að fá sýni úr lömbum sem örugglega bera þennan erfðagalla,“ segir Eyþór Einarsson, ráðunautur á búfjárræktar- og þjónustusviði RML. Yfirleitt drepist þessi lömb í burði, en engu að síður sé rétt að gefa þeim lambanúmer og taka úr þeim DNA-sýni.

Sýnagreining og rannsókn hræja

Óskað er eftir að haft sé samband við RML og látið vita ef fæðist vanskapað lamb og grunur um að það sé með bógkreppu. Taka þurfi af því greinilegar myndir. Jafnframt sé æskilegt að fá (frysta) skrokka af bógkreppulömbum til rannsókna á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Greining á sýni og skoðun hræja sé bændum að kostnaðarlausu.

Aðaleinkenni bógkreppu eru, að sögn Eyþórs, stuttir og krepptir framfætur sem ekki er hægt að rétta úr. Snúningar í framfótum geta verið mismiklir en yfirleitt eru framfætur það krepptir að þótt lambið lifi gengur það á hnjánum. Bitgallar fylgja ekki klassískri bógkreppu, en skyld vansköpun er þekkt, sem kallast transeiði (neðri skoltur lengri en efri skoltur) og snúnir fætur. Sýni og upplýsingar um lömb með þá vansköpun er einnig mikilvægt að fá inn til RML.

Ekki algengt en gerist þó

Þó ekki sé algengt að vansköpuð lömb fæðist er sagt afar mikilvægt að halda utan um slíkar upplýsingar til að hægt sé að sporna við útbreiðslu erfðagalla. Sérstaklega sé þetta mikilvægt þegar um afkvæmi sæðingastöðvahrúta er að ræða. Aðrir gallar sem megi sérstaklega nefna og gott sé að vita af eru klofinn hryggur (opin rauf ofan í mænugöng aftarlega á hryggnum og lambið lamað í afturparti) og naflaslit.

Skylt efni: bógkreppa

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...