Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjólublátt blómkál seldist fljótt upp á Bændamarkaðnum.
Fjólublátt blómkál seldist fljótt upp á Bændamarkaðnum.
Mynd / Krónan
Fréttir 12. október 2022

Bændur prófuðu nýjungar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skrautrófur, íslenskt kóralkál, regnbogasalat og blaðkál voru á meðal tegunda sem bændur prófuðu sig áfram með í sölu á Bændamarkaði Krónunnar í septembermánuði.

Yfir 60 tonn af fersku ópökkuðu íslensku grænmeti seldust á þessum árstíðabundna markaði í september – umbúðalaust.

„Þetta er sjötta haustið sem Bændamarkaður Krónunnar er haldinn og viðtökurnar afar góðar. Fólk er að venjast því að sjá gulræturnar með grasinu á. Þá selst blátt og appelsínugult blómkál fljótt upp og íslenskt pak choi, blaðkál á íslensku, vakti mikla lukku í ár,“ segir Jón Hannes, vöruflokkastjóri ávaxta­ og grænmetis hjá Krónunni.

Bændamarkaðurinn er settur upp í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna. Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri þess, segir hann frábært tækifæri fyrir þá 65 bændur sem leggja inn til félagsins að prófa nýjar tegundir í sölu.

„Við kynnum það sem bændur eru að gera tilraunir með. Alls konar tegundir sem enn er lítið ræktað af hér á landi og henta því sérstaklega inn á Bændamarkaðinn. Þá þarf ekki að hugsa um pakkningar og umbúðir. Það er gaman að geta boðið upp á tímabundnar nýjungar,“ segir hún.

Jón Hannes segir áhuga á káli og grænmeti aukast meðan á markaðnum stendur. „Þetta er upplifun og gaman að koma í búðirnar og fylgjast með viðskiptavinum kynnast þessu nýja íslenska grænmeti sem það hefur jafnvel aldrei áður séð.“

Skylt efni: grænmeti | bændamarkaðir

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...