Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjólublátt blómkál seldist fljótt upp á Bændamarkaðnum.
Fjólublátt blómkál seldist fljótt upp á Bændamarkaðnum.
Mynd / Krónan
Fréttir 12. október 2022

Bændur prófuðu nýjungar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skrautrófur, íslenskt kóralkál, regnbogasalat og blaðkál voru á meðal tegunda sem bændur prófuðu sig áfram með í sölu á Bændamarkaði Krónunnar í septembermánuði.

Yfir 60 tonn af fersku ópökkuðu íslensku grænmeti seldust á þessum árstíðabundna markaði í september – umbúðalaust.

„Þetta er sjötta haustið sem Bændamarkaður Krónunnar er haldinn og viðtökurnar afar góðar. Fólk er að venjast því að sjá gulræturnar með grasinu á. Þá selst blátt og appelsínugult blómkál fljótt upp og íslenskt pak choi, blaðkál á íslensku, vakti mikla lukku í ár,“ segir Jón Hannes, vöruflokkastjóri ávaxta­ og grænmetis hjá Krónunni.

Bændamarkaðurinn er settur upp í samvinnu við Sölufélag garðyrkjumanna. Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri þess, segir hann frábært tækifæri fyrir þá 65 bændur sem leggja inn til félagsins að prófa nýjar tegundir í sölu.

„Við kynnum það sem bændur eru að gera tilraunir með. Alls konar tegundir sem enn er lítið ræktað af hér á landi og henta því sérstaklega inn á Bændamarkaðinn. Þá þarf ekki að hugsa um pakkningar og umbúðir. Það er gaman að geta boðið upp á tímabundnar nýjungar,“ segir hún.

Jón Hannes segir áhuga á káli og grænmeti aukast meðan á markaðnum stendur. „Þetta er upplifun og gaman að koma í búðirnar og fylgjast með viðskiptavinum kynnast þessu nýja íslenska grænmeti sem það hefur jafnvel aldrei áður séð.“

Skylt efni: grænmeti | bændamarkaðir

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...