Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Bændur orðlausir yfir tillögunum
Mynd / Bbl
Fréttir 4. nóvember 2021

Bændur orðlausir yfir tillögunum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Drög að reglugerð frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu um leiðbeiningar og viðmið um sjálf­bæra landnýtingu hafa verið í umsagnarferli í samráðsgátt stjórnvalda. Greinilegt er af fjölda umsagna að reglugerðardrögin eru mjög umdeild.

Fjöldi bænda hefur gert athuga­­­semdir við reglugerðardrögin. Talað er um að þetta séu verstu reglugerðardrög sem menn hafi augum litið og ekkert samráð hafi verið haft við bændur eða sveitar­stjórnarmenn. Dr. Ólafur Dýrmundsson bendir t.d. á í sínum athugasemdum að reglugerðin gæti jafnvel skaðað íslenskan landbúnað, stuðlað að frekari byggðaröskun og fækkun bænda og þar með veikt fæðuöryggi þjóðarinnar.

Landgræðslulög voru samþykkt á Alþingi í desember 2018.  Markmið landgræðslulaga er að vernda, endur­heimta og bæta þær auðlindir þjóðarinnar sem fólgnar eru í gróðri og jarðvegi og tryggja sjálfbæra nýtingu lands. Aðdraganda að þessum lögum má rekja allt til ársins 2011 þegar Svandís Svavarsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, skip­aði nefnd um endurskoðun landgræðslulaga. 

Í nýjum lögum er lögð aukin áhersla á vernd og sjálfbæra nýtingu jarðvegs, gróðurs og endurheimt vistkerfa. Megináhersla laganna er sjálfbær landnýting.

 Samkvæmt lögunum er ráðherra ætlað að setja reglugerð um sjálfbæra landnýtingu með leiðbeiningum og viðmiðum þar að lútandi sem taka mið af ástandi lands, m.a. varðandi beit búfjár, umferð fólks og ökutækja, framkvæmdir og akuryrkju.  Land­græðslunni er ætlað að gera tillögur að slíkum leiðbeiningum að höfðu samráði við hlutaðeigandi stofnanir, sveitarfélög og hags­munaaðila eftir því sem við á hverju sinni. 

Umsagnarfrestur framlengdur 

Reglugerð um sjálfbæra land­nýtingu var sett inn á samráðsgátt 24. september og var umsagnarfrestur til 22. október. Hann hefur nú verið framlengdur til 11. nóvember. Talsverð umræða hefur orðið meðal bænda um efnistök reglugerðarinnar og þykir mörgum að ýmis ákvæði hennar muni hafa gífurleg íþyngjandi áhrif á þeirra búrekstur.   

Bændasamtökin höfðu enga aðkomu að málinu

Aðspurður um aðkomu bænda að þessari vinnu, svarar Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri hjá Bændasamtökunum.  

„Bændasamtök Íslands áttu ekki neina aðkomu að því að skrifa þessa reglugerð.  Við höfum veitt umsögn á tveimur stigum og gagnrýnt harðlega á faglegum forsendum margt sem þarna kemur fram.“ 

Samkvæmt reglugerðinni á að meta hvort nýting beitarlands sé sjálfbær út frá vistgetu lands. En vistgeta er skilgreind í reglugerðinni sem eiginleiki sem endurspeglar þá nýtingarmöguleika sem liggja í landinu. Sé landið ekki í besta mögulega ástandi telst það hnignað og nýting þess ekki sjálfbær.  Vistgeta ræðst af loftslagi, jarðvegi og landslagi og endurspeglar hvert ástand lands á að vera sé hnignun ekki til staðar.

Ekkert vitað hver muni bera kostnað af innleiðingunni

„Okkar gagnrýni hefur m.a. snúið að því að ekki hefur hingað til legið fyrir mat á vistgetu lands. Þar af leiðandi er ekki með nokkrum hætti hægt að meta hver áhrif reglugerðarinnar verða,“ segir Unnsteinn og bætir við:

„Við höfum ekki fengið neina útlistun á því hver muni bera þann kostnað sem fellur til við innleiðingu á reglugerðinni. Ljóst er að mikill kostnaður verður til vegna kortlagningar, rannsókna og eftirlits. Þá hefur ekkert mat verið lagt á það hversu víðtæk áhrif þessi reglugerð muni hafa á byggðafestu og atvinnustarfsemi.

Reglugerðin snýst ekki bara um sjálfbæra nýtingu beitarlands heldur einnig um sjálfbæra nýtingu ræktunarlands. Þar hefur ekki síður orðið mikil gagnrýni meðal bænda um margt sem þar kemur fram. Þar er m.a. að finna ákvæði um afar íþyngjandi takmarkanir varðandi dreifingu á tilbúnum áburði og búfjáráburði. Reyndar er það tilgreint í reglugerðinni, að viðauki II sem fjallar um sjálfbæra nýtingu ræktunarlands eru leiðbeiningar sem skuli hafa til hliðsjónar og því með öllu óljóst hvaða gildi þær munu hafa.“ 

– Telur þú að reglugerðin verði samþykkt óbreytt? 

„Að mínu mati er of mörgum spurningum ósvarað varð­andi innleiðingu og áhrif reglugerðarinnar til þess að hún verði samþykkt að óbreyttu. Mér finnast þessi vinnubrögð hjá umhverfisráðuneytinu sérkennileg.  Hvernig er hægt að leggja fram þessa reglugerð án þess að búið sé að meta þann kostnað sem hún felur í sér?  Það þarf einfaldlega að vinna þetta betur.“      

– Sjá nánar bls. 8 í nýju Bændablaði

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...