Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Guðjón Kristjánsson er í stjórn Sláturhúss Vesturlands ehf.
Guðjón Kristjánsson er í stjórn Sláturhúss Vesturlands ehf.
Mynd / smh
Fréttir 19. nóvember 2018

Bændur kaupa Sláturhús Vesturlands ehf. í Borgarnesi

Höfundur: smh
Fjórir einstaklingar, sem jafnframt allir eru bændur eða frístundabændur í Borgarfirði, hafa keypt Sláturhús Vesturlands ehf. í Borgarnesi. 
 
Þetta eru þau Þorvaldur T. Jónsson í Hjarðarholti, sem er framkvæmdastjóri, Eiríkur Blöndal, Jaðri sem er stjórnarformaður, Guðrún Sigurjónsdóttir á Glitstöðum, auk þess sem Guðjón Kristjánsson, sem var sláturhússtjóri í fyrra rekstrarformi, er nú kominn í þennan hóp. Félagið er rekstrarfélag Sláturhússins í Borgarnesi og hefur gert leigusamning við eigendur hússins til 10 ára. 
 
Bændurnir voru áður með húsið og reksturinn á leigu, eða frá hausti 2017. Þar áður hafði Guðjón rekið sláturhúsið með þremur bræðrum sem enn eiga húsnæðið; Jóni Sævari, Snorra og Kristni Þorbergssonum. 
Að sögn Þorvaldar hefur reksturinn gengið vel í haust. „Það hefur gengið vel að slátra í haust og við erum enn að slátra sauðfé. Þetta er svipað og í fyrra, en nú fórum við ekkert af stað fyrr en í byrjun október. Við ætlum að slátra allan ársins hring og stefnum að stórgripaslátrun þegar sauðfjárslátrun lýkur.
 
Það hefur verið talsverð eftirspurn hjá bændum um slátrun hjá okkur – líklega svipað og í fyrra og við erum mjög sátt við það, enda verkefni verið umfram væntingar.
 
Sláturhúsið verður enn um sinn rekið sem þjónustusláturhús, en í framtíðinni er stefnt á að hægt verði að selja frá því, fyrir þá bændur sem eru í föstum viðskiptum.
Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...

Hver á Ísland?
Fréttir 7. febrúar 2025

Hver á Ísland?

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun stendur að átaksverkefni við að áætla eignarmörk ...

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni
Fréttir 7. febrúar 2025

Niðurstöður viðhorfskönnunar áhyggjuefni

Meirihluti bænda telur stuðningskerfi landbúnaðar flókið en aðeins tæp 14% telja...