Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Guðjón Kristjánsson er í stjórn Sláturhúss Vesturlands ehf.
Guðjón Kristjánsson er í stjórn Sláturhúss Vesturlands ehf.
Mynd / smh
Fréttir 19. nóvember 2018

Bændur kaupa Sláturhús Vesturlands ehf. í Borgarnesi

Höfundur: smh
Fjórir einstaklingar, sem jafnframt allir eru bændur eða frístundabændur í Borgarfirði, hafa keypt Sláturhús Vesturlands ehf. í Borgarnesi. 
 
Þetta eru þau Þorvaldur T. Jónsson í Hjarðarholti, sem er framkvæmdastjóri, Eiríkur Blöndal, Jaðri sem er stjórnarformaður, Guðrún Sigurjónsdóttir á Glitstöðum, auk þess sem Guðjón Kristjánsson, sem var sláturhússtjóri í fyrra rekstrarformi, er nú kominn í þennan hóp. Félagið er rekstrarfélag Sláturhússins í Borgarnesi og hefur gert leigusamning við eigendur hússins til 10 ára. 
 
Bændurnir voru áður með húsið og reksturinn á leigu, eða frá hausti 2017. Þar áður hafði Guðjón rekið sláturhúsið með þremur bræðrum sem enn eiga húsnæðið; Jóni Sævari, Snorra og Kristni Þorbergssonum. 
Að sögn Þorvaldar hefur reksturinn gengið vel í haust. „Það hefur gengið vel að slátra í haust og við erum enn að slátra sauðfé. Þetta er svipað og í fyrra, en nú fórum við ekkert af stað fyrr en í byrjun október. Við ætlum að slátra allan ársins hring og stefnum að stórgripaslátrun þegar sauðfjárslátrun lýkur.
 
Það hefur verið talsverð eftirspurn hjá bændum um slátrun hjá okkur – líklega svipað og í fyrra og við erum mjög sátt við það, enda verkefni verið umfram væntingar.
 
Sláturhúsið verður enn um sinn rekið sem þjónustusláturhús, en í framtíðinni er stefnt á að hægt verði að selja frá því, fyrir þá bændur sem eru í föstum viðskiptum.
Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...