Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 0 ára.
Umtalsverður afkomubati varð í nautakjötsframleiðslu á árinu 2023, en bændur greiddu þó 99 krónur með hverju framleiddu kílói samkvæmt uppgjöri úr rekstrarverkefni RML.
Umtalsverður afkomubati varð í nautakjötsframleiðslu á árinu 2023, en bændur greiddu þó 99 krónur með hverju framleiddu kílói samkvæmt uppgjöri úr rekstrarverkefni RML.
Mynd / smh
Fréttir 29. janúar 2025

Bændur greiddu 99 krónur með hverju framleiddu kílói árið 2023

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nautakjötsframleiðendur greiddu 99 krónur með hverju framleiddu kílói á árinu 2023, samkvæmt nýju uppgjöri úr rekstrarverkefni Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Það er þó umtalsverður afkomubati frá árinu 2022 þegar 275 króna framleiðslutap var á hvert nautakjötskíló.

Á von á verri afkomu fyrir síðasta ár

Kristján Eymundsson verkefnisstjóri segir að búast megi við að afkomutölur versni aftur árið 2024. „Síðustu ár hafa komið viðbótar- greiðslur frá ríkinu, en á síðasta ári komu engar samsvarandi greiðslur nema það var reyndar bætt svolitlu við sláturálagið á nautakjötið.

Það hefur þó átt sér stað mikil breyting á síðustu árum. Tekjur á innlagt kíló hafa aukist um 41 prósent á þremur árum. Þar ræður mestu hækkanir á afurðaverði en einnig hafa viðbótargreiðslur frá ríki skipt verulegu máli eins og árin 2022–2023. Á árinu 2021 komu einnig viðbótargreiðslur og þá sem sláturálag í nautgriparækt vegna Covid-19.

Þær greiðslur voru ekki sérstaklega greindar í verkefninu sem skýrir hærra sláturálag á nautakjöt það ár. Fjárfestingastyrkir vegna framkvæmda eru inni í liðnum önnur landbúnaðartengd framlög og því geta þær tekjur verið breytilegar milli ára.“

Vanfjármagnaðir búvörusamningar

Kristján telur að skýr merki sjáist um bættan rekstur í nautakjötsframleiðslunni þótt tap sé á framleiðslu nautakjöts öll árin. „Samkvæmt meðaltali þátttökubúa var tapið 383 krónur á kílóið árið 2021 en var komið niður í 99 krónur á kílóið árið 2023. Þar hjálpuðu einskiptisgreiðslur frá ríki vissulega mikið, sem reiknast um 123 krónur á kílóið hjá þátttökubúunum.“

Hann telur að viðbótarfjárveitingar síðustu ára hafi verið nauðsynlegar og lýsi einfaldlega þeirri staðreynd að búvörusamningarnir séu vanfjármagnaðir.

Fjármagnskostnaður verulega íþyngjandi

Það er mat Kristjáns að afkoma í greininni þurfi að batna um 200 krónur á kílóið, þar sem hann gerir ráð fyrir að tapið í greininni samsvari þeirri upphæð fyrir síðasta ár.

„Til að ná þeim afkomubata þarf samspil ýmissa þátta. Þar má helst nefna afurðaverð, aukinn ríkisstuðning, áframhaldandi hagræðingu í rekstri bændanna og síðast en ekki síst hagfelldara vaxtaumhverfi.“

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...