Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Guðbjörg Þorsteinsdóttir, sem búið hefur á Bæ í Trékyllisvík mest alla sína ævi, segir það að sjálfsögðu vera viðbrigði að ætla að flytja burt en að hún kvíði því samt ekki mikið.
Guðbjörg Þorsteinsdóttir, sem búið hefur á Bæ í Trékyllisvík mest alla sína ævi, segir það að sjálfsögðu vera viðbrigði að ætla að flytja burt en að hún kvíði því samt ekki mikið.
Fréttir 23. júní 2016

Bændum fækkar í Trékyllisvík

Höfundur: Vilmundur Hansen

Flest bendir til að hefðbundinn búskapur leggist niður á Bæ í Trékyllisvík í Strandasýslu. Núverandi ábúendur ætla að bregða búi og flytja í haust og jörðin er komin á sölu.

Guðbjörg Þorsteinsdóttir hefur búið í Trékyllisvík frá því hún fæddist. Fyrst á Finnbogastöðum en hefur lengst af verið bóndi á Bæ. Pálína Hjaltadóttir, dóttir Guðbjargar, og eiginmaður hennar, Gunnar Guðjónsson, tóku við helmingnum af búinu árið 2000. Hjalti Guðmundsson, eiginmaður Guðbjargar, veiktist 2004 og lést snemma árs 2005. Guðbjörg segir að Pálína og Gunnar hafi tekið við öllu búinu um áramótin 2005.

Þegar mest var voru Pálína og Gunnar með um 700 kindur á fóðrum en þær voru um 350 síðastliðinn vetur.

„Ég hef búið í húsinu okkar Hjalta síðan og hjálpað ungu hjónunum við búskapinn það sem ég hef getað. Nú er svo komið að þau ætla að bregða búi og jörðin og allt sem henni fylgir er komið á sölu, nema tæki og bústofn.“

Flytur í Voga á Vatnsleysuströnd

„Pálína og Gunnar flytja í haust en aðdragandinn að flutningnum hefur verið töluverður. Yngra féð var selt á fæti í Reykhólasveit síðastliðið haust en eldra fénu verður slátrað í haust.“

Guðbjörg, eða Gugga á Bæ eins og hún er yfirleitt kölluð, segir að þau sé búin að festa sér kaup á húsi í Vogum á Vatnsleysuströnd og að hún ætli að flytja þangað með þeim. Gugga segir að auðvitað verði það viðbrigði fyrir sig að flytja af Ströndum en að hún sé samt róleg yfir því og kvíði ekki mikið fyrir.

„Bróðursonur minn, Þorsteinn á Finnbogastöðum, sem er á svipuðum aldri og Pálína er líka að bregða búi þannig að það er að fækka mikið í Víkinni. Finnbogastaðir eru því líka komnir í sölu.“

Hefðbundinn búskapur á undanhaldi

Gugga segist ekki sjá fyrir sér að væntanlegir kaupendur af Bæ eða Finnbogastöðum komi til með að kaupa jarðirnar með búskap í huga.

„Ég sé frekar fyrir mér að fjársterkir aðilar kaupi þær sem fjárfestingu eða til að reka hér ferðaþjónustu. Ég veit að það eru fleiri en við á Bæ og á Finnbogastöðum sem ætla að slátra fénu sínu í haust en það er ekki þar með sagt að fólkið ætli að flytja burt en það verður örugglega lausara við og kemur og fer úr sveitinni eftir árstímum.

Bændum hér er því að fækka og satt best að segja þykir mér líklegt að hefðbundinn búskapur í sveitinni eins og hún leggur sig eigi eftir að detta upp fyrir. Það er ekki þar með sagt að hér sé ekki hægt að vera með annars konar atvinnurekstur,“ segir Gugga.

Dýrt að eiga jörð sem ekki er í ábúð

Gugga segir að þótt hana og fjölskylduna langaði að eiga jörðina og húsin áfram þá væri það svo dýrt.
„Skattar og skyldur af svona jörð eru miklar og um leið og húsið er skráð úr ábúð hækkar rafmagnið og hitunargjaldið töluvert.

Ég ætla mér svo sem að vera hér af og til þar til jörðin selst en síðast þegar ég vissi var ekki komið tilboð í hana,“ segir Guðbjörg Þorsteinsdóttir, núverandi íbúi á Bæ í Trékyllisvík.

Skylt efni: Strandir | Trékyllisvík

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum
Fréttir 4. desember 2023

Íslenskir verðlaunahestar í útlöndum

Sjö stóðhestar, fæddir á Íslandi en staðsettir erlendis, uppfylltu viðurkenningu...

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum
Fréttir 4. desember 2023

Aðgerðaráætlun í loftslagsmálum

Bændasamtök Íslands senda frá sér í næstu viku aðgerðaráætlun með umfjöllun um a...

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...