Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands verður á Hótel Natura í Reykjavík, dagana 3. og 4. mars,
Búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands verður á Hótel Natura í Reykjavík, dagana 3. og 4. mars,
Fréttir 2. mars 2022

Bændahátíð í hjarta höfuðborgarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búgreinaþing búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands er nú haldið í fyrsta sinn á Hótel Natura í Reykjavík, dagana 3. og 4. mars, þar sem bændur allra búgreina koma saman til þings um málefni íslensks landbúnaðar undir yfirskriftinni Samstíga landbúnaður. Setningarathöfn verður klukkan 11:00 fimmtudaginn 3. mars þar sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra og Stefán Vagn Stefánsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis flytja erindi.

  • Búgreinaþing allra búgreina í landbúnaði haldið í fyrsta sinn, 3. og 4. mars
  • Rúmlega 200 bændur allsstaðar að af landinu koma saman í Reykjavík
  • Málefni íslensks landbúnaðar, stefnumörkun og framtíðarsýn til umfjöllunar
  • Fyrirtæki í landbúnaði kynna vörur sínar og þjónustu

Eftir sameiningu búgreinafélaganna og Bændasamtaka Íslands síðastliðið sumar, mynda félögin nú deildir innan samtakanna sem starfa í breyttu félagskerfi bænda. Markmið sameiningarinnar var aukin skilvirkni félagskerfis bænda og efling hagsmunagæslu í landbúnaði. Rúmlega 200 bændur allsstaðar að af landinu og úr öllum búgreinum koma saman á þinginu þar sem helstu málefni íslensks landbúnaðar, stefnumörkun og framtíðarsýn verða rædd. Þar að auki kynna fyrirtæki í landbúnaði vörur sínar og þjónustu og því sannkölluð bændahátíð í hjarta höfuðborgarinnar.

Tækifæri í íslenskum landbúnaði

„Á nýju starfsári verður áfram unnið að eflingu í starfi Bændasamtakanna. Margt hefur áunnist á síðustu mánuðum og önnur og veigamikil verkefni eru framundan. Við þurfum að tryggja fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar, efla afkomu bænda og taka þátt af fullum krafti í loftlags- og umhverfismálum. Við þurfum einnig að tryggja sérþekkingu og virði, að til staðar séu aðilar með sérþekkingu á starfsumhverfi landbúnaðar og að afurðir séu í takt við óskir neytenda. Það er afar mikilvægt að þeir sem starfa við, eða í tengslum við landbúnað tileinki sér þá hugsun sem býr að baki því að standa vörð um frumframleiðslu íslenskra landbúnaðarafurða og líti á það sem tækifæri fyrir atvinnugreinina til þess að ná enn frekari árangri fyrir landbúnaðinn í heild sinni.“

Frekari upplýsingar veitir Erla Hjördís Gunnarsdóttir, samskiptastjóra Bændasamtakanna á ehg@bondi.is eða í síma 694-4420.

Skylt efni: Búgreinaþing

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...