Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændaferð til Noregs: Heimavinnsla og ferðaþjónusta
Fréttir 16. febrúar 2017

Bændaferð til Noregs: Heimavinnsla og ferðaþjónusta

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Dagana 25.–30. apríl næstkomandi standa Hey Iceland í samvinnu við Beint frá býli og Opinn landbúnað fyrir fræðsluferð til Noregs þar sem m.a. félagar í Hanen-samtökunum verða sóttir heim.
 
Óhætt er að segja að dagskráin sé fjölbreytt enda margt spennandi í boði hjá frændum okkar Norðmönnum og má þar m.a. nefna heimsóknir til félaga úti á landi sem ýmist sinna kjötvinnslu heimavið, reka gistiheimili og veitingastað eða brugga og selja eplavín beint frá bónda. 
 
Flogið er til Osló á þriðjudegi og hefst förin á Thorbjørnrud-hótelinu í Jevnaker sem hefur fengið verðlaun fyrir nýsköpun í svæðisbundnum matvælum. Hér ákvað eigandinn og bóndinn Olav Lie-Nilsen að breyta sundlauginni í ostagerðarvinnslu. Því næst verður Langedrag náttúruþjóðgarður heimsóttur sem er friðlýst svæði en þar verður hægt að kynnast lífi villtra dýra og komast í návígi við elgi, úlfa, moskúsa og gaupa svo fátt eitt sé nefnt. Í ferðinni verður einnig farið í kynnisferð til eplabænda í Harðangursfirði sem tóku sig saman um að markaðssetja eplasafa og rómuð eplavín. Eini framleiðslustaður Noregs með svið, Smalahovetunet, verður einnig sóttur heim og hér er meira að segja hægt að fá íslensk svið. Að auki verða heimsóttir ferðaþjónustubændur, bændur sem brugga bjór í brugghúsi sínu úr svæðisbundnum matvælum og fleira og fleira.
 
Einnig verður komið við á nokkrum markverðum stöðum í Noregi og náttúruperlur skoðaðar. Ferðin endar á frjálsum degi í Bergen en á sunnudegi er haldið heim á leið og er lent í Keflavík um miðjan dag. 
 
Nánari upplýsingar um ferðina má nálgast hjá Bændaferðum í síma 570-2790 eða með því að senda tölvupóst á bokun@baendaferdir.is.
 
 
 
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi
Fréttir 29. nóvember 2021

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar: tryggja á fæðuöryggi á Íslandi

Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks, Sjálfsstæðisflokks og Vi...

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2021

Ný hitaveita Hornafjarðar formlega tekin í notkun

Hitaveita Hornafjarðar var tekin formlega í notkun fimmtudaginn 21. október en l...

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...