Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Bændaferð til Noregs: Heimavinnsla og ferðaþjónusta
Fréttir 16. febrúar 2017

Bændaferð til Noregs: Heimavinnsla og ferðaþjónusta

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Dagana 25.–30. apríl næstkomandi standa Hey Iceland í samvinnu við Beint frá býli og Opinn landbúnað fyrir fræðsluferð til Noregs þar sem m.a. félagar í Hanen-samtökunum verða sóttir heim.
 
Óhætt er að segja að dagskráin sé fjölbreytt enda margt spennandi í boði hjá frændum okkar Norðmönnum og má þar m.a. nefna heimsóknir til félaga úti á landi sem ýmist sinna kjötvinnslu heimavið, reka gistiheimili og veitingastað eða brugga og selja eplavín beint frá bónda. 
 
Flogið er til Osló á þriðjudegi og hefst förin á Thorbjørnrud-hótelinu í Jevnaker sem hefur fengið verðlaun fyrir nýsköpun í svæðisbundnum matvælum. Hér ákvað eigandinn og bóndinn Olav Lie-Nilsen að breyta sundlauginni í ostagerðarvinnslu. Því næst verður Langedrag náttúruþjóðgarður heimsóttur sem er friðlýst svæði en þar verður hægt að kynnast lífi villtra dýra og komast í návígi við elgi, úlfa, moskúsa og gaupa svo fátt eitt sé nefnt. Í ferðinni verður einnig farið í kynnisferð til eplabænda í Harðangursfirði sem tóku sig saman um að markaðssetja eplasafa og rómuð eplavín. Eini framleiðslustaður Noregs með svið, Smalahovetunet, verður einnig sóttur heim og hér er meira að segja hægt að fá íslensk svið. Að auki verða heimsóttir ferðaþjónustubændur, bændur sem brugga bjór í brugghúsi sínu úr svæðisbundnum matvælum og fleira og fleira.
 
Einnig verður komið við á nokkrum markverðum stöðum í Noregi og náttúruperlur skoðaðar. Ferðin endar á frjálsum degi í Bergen en á sunnudegi er haldið heim á leið og er lent í Keflavík um miðjan dag. 
 
Nánari upplýsingar um ferðina má nálgast hjá Bændaferðum í síma 570-2790 eða með því að senda tölvupóst á bokun@baendaferdir.is.
 
 
 
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...