Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eyþór Eðvarðsson, frá hópnum Par­ís 1,5, Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Hörður Kristjánsson ritstjóri Bændablaðsins og Anna Sigríður Einarsdóttir blaðamaður á mbl.is.
Eyþór Eðvarðsson, frá hópnum Par­ís 1,5, Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Hörður Kristjánsson ritstjóri Bændablaðsins og Anna Sigríður Einarsdóttir blaðamaður á mbl.is.
Mynd / Eggert/mbl.is
Fréttir 21. október 2016

Bændablaðið og Morgunblaðið verðlaunuð fyrir umfjöllun um loftslagsmál

Höfundur: smh

Í úttekt sem Creditinfo gerði fyrir hópinn París 1,5, á umfjöllun fjölmiðla um loftslagsmál, kemur fram að hlutfall frétta Bændablaðsins um þau mál er hæst þegar fjölmiðlaefni þessa árs er skoðað. Morgunblaðið hefur hins vegar birt flestar fréttir um loftslagsmálin eða samtals 120.

Úttektin náði til aðalfréttatíma sjónvarps og útvarps, stærri dag- og vikublaða og stærstu netmiðla. Hlutfalla frétta um loftslagsmál í Bændablaðinu var 3,2 prósent. Á tímabilinu voru alls 197.743 fréttir vaktaðar í úttekt Creditinfo og fjölluðu 823 af þeim um  þessi málefni eða 0,42 prósent.

París 1,5 er baráttuhópur um að Ísland geri sitt til að stöðva hlýnun jarðar við 1,5°C, og heitir eftir ráðstefnu sem haldin var í París í desember 2015. Þá gerðu þjóðir heims sögulegan sáttmála um að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum með það að markmiði að meðalhitahækkun jarðar fari ekki yfir 1.5°C og haldist innan við 2°C miðað við hitann á jörðinni fyrir iðnvæðingu. Hitastigshækkunin er nú talin vera 0,87°C.

Nýir liðsmenn Bændablaðsins
Fréttir 21. júní 2024

Nýir liðsmenn Bændablaðsins

Lesendur hafa kannski tekið eftir nýjum efnisþáttum í blaðinu í vor. Hugarleikfi...

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun
Fréttir 21. júní 2024

Opnað fyrir milljarða króna fjármögnun

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aðgengi að 3,2 milljarða króna fjármög...

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...