Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Eyþór Eðvarðsson, frá hópnum Par­ís 1,5, Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Hörður Kristjánsson ritstjóri Bændablaðsins og Anna Sigríður Einarsdóttir blaðamaður á mbl.is.
Eyþór Eðvarðsson, frá hópnum Par­ís 1,5, Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra, Hörður Kristjánsson ritstjóri Bændablaðsins og Anna Sigríður Einarsdóttir blaðamaður á mbl.is.
Mynd / Eggert/mbl.is
Fréttir 21. október 2016

Bændablaðið og Morgunblaðið verðlaunuð fyrir umfjöllun um loftslagsmál

Höfundur: smh

Í úttekt sem Creditinfo gerði fyrir hópinn París 1,5, á umfjöllun fjölmiðla um loftslagsmál, kemur fram að hlutfall frétta Bændablaðsins um þau mál er hæst þegar fjölmiðlaefni þessa árs er skoðað. Morgunblaðið hefur hins vegar birt flestar fréttir um loftslagsmálin eða samtals 120.

Úttektin náði til aðalfréttatíma sjónvarps og útvarps, stærri dag- og vikublaða og stærstu netmiðla. Hlutfalla frétta um loftslagsmál í Bændablaðinu var 3,2 prósent. Á tímabilinu voru alls 197.743 fréttir vaktaðar í úttekt Creditinfo og fjölluðu 823 af þeim um  þessi málefni eða 0,42 prósent.

París 1,5 er baráttuhópur um að Ísland geri sitt til að stöðva hlýnun jarðar við 1,5°C, og heitir eftir ráðstefnu sem haldin var í París í desember 2015. Þá gerðu þjóðir heims sögulegan sáttmála um að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum með það að markmiði að meðalhitahækkun jarðar fari ekki yfir 1.5°C og haldist innan við 2°C miðað við hitann á jörðinni fyrir iðnvæðingu. Hitastigshækkunin er nú talin vera 0,87°C.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...