Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Auknir fjármunir til lífrænnar kornræktar í Noregi
Mynd / smh
Fréttir 14. febrúar 2017

Auknir fjármunir til lífrænnar kornræktar í Noregi

Höfundur: ehg / Samvirket
Verslanakeðjan REMA 1000, bændaverslunin Felleskjøpet, Norgesmøllene AS og Meistara­bakararnir hafa nú komið á fót lífrænum sjóði í Noregi og var stofnféð rúmar 100 milljónir íslenskra króna. 
 
Markmið sjóðsins er að koma til móts við umframkostnað bænda sem skipta úr hefðbundnum landbúnaði yfir í lífræna kornræktun. 
 
Ferlið við að skipta yfir í lífræna ræktun tekur tíma og framleiðslan fer í gegnum breytingarferli og fyrir bóndann leiðir þetta af sér óöryggi og áskoranir í sölu á afurðum meðan á ferlinu stendur. Sjóðurinn á að tryggja þetta breytingarferli fyrir norska bændur. REMA 1000 er eigandi sjóðsins en dreifing fjármuna verður tekin í sameiningu þeirra sem að sjóðnum koma. Markmiðið er að bændur sem skipta yfir í lífræna ræktun fái breytingartryggingu á sinni framleiðslu. Einnig er hugsunin á bakvið að þróa heildarvirðiskeðju fyrir lífræna kornræktun frá bónda til fullunninna vara í verslunum. Að auki mun verðmunur á lífrænum matvælum og úr hefðbundnum landbúnaði minnka án þess að bóndinn, kornmyllan eða kaupmaðurinn tapi á því.
 
„Við finnum fyrir auknum áhuga á lífrænum matvælum og þess vegna viljum við gera aðgengi neytenda að þeim betri. Með sjóðnum tökum við saman stórt skref í lífræna átt sem við teljum að geti sett frekari kraft í framleiðsluna hér í landi,“ segir Lars Kristian Lindberg, framkvæmdastjóri deilda- og innkaupa hjá REMA 1000. 
 
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...