Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Aukin þörf fyrir menntaða leiðsögumenn
Fréttir 13. ágúst 2018

Aukin þörf fyrir menntaða leiðsögumenn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út er komin greinargerð um menntun og starfsundirbúning leiðsögumanna. Í greinargerðinni segir meðal annars að fjölgun ferðamanna á Íslandi auki þörfina fyrir sérmenntað og hæft starfsfólk til að annast móttöku og þjónustu við ferðamenn. Greinargerðin er unnin af starfshópi Leiðsagnar – félagi leiðsögumanna.

Fram kemur í greinargerðinni að leiðsögumenn sinna fjölbreyttum verkefnum, allt frá almennri leiðsögn í hópferðabílum, á viðkomustöðum ferðamanna og í gönguferðum, yfir í margvíslega afþreyingarleiðsögn, svo sem við flúðasiglingar, hvalaskoðun, jöklaferðir og siglingar á sjó og vötnum, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur sívaxandi áhersla á ferðir yfir vetrartímann sett sitt mark á starfið.

Samkvæmt því sem segir í skýrslunni er meginmarkmið náms og kennslu í leiðsögn að gera nemendur hæfa til að sinna starfi leiðsögumanns og þjálfa verklega færni sem nýtist þeim í starfi. Námið þarf að standast þær kröfur sem ferðaþjónustan og þjóðfélagið allt gerir á hverjum tíma til starfs leiðsögumanna, ekki síst í ljósi hraðfara breytinga í starfsgreininni, og að fagmennska sé þar ætíð í fyrirrúmi.

Í ályktun í lok greinargerðarinnar er meðal annars lagt til að hafnar verði viðræður hið fyrsta við Samtök ferðaþjónustunnar um þær kröfur sem gera á um störf og starfsundirbúning þeirra sem starfa við leiðsögn ferðamanna hér á landi og hvernig þær birtist í gæðakerfinu Vakanum. 

Skylt efni: menntun | leiðsögumenn

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...