Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aukin ending minnkar sótsporið
Fréttir 18. júlí 2022

Aukin ending minnkar sótsporið

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Kúabændur víða um heim setja á allar kvígur og þegar þær koma inn í framleiðsluna þurfa eldri kýr að víkja fyrir þeim sem yngri eru.

Oft er endurnýjunarhlutfallið í kringum 40% á ári en með því að lækka það í 30% má draga úr sótspori búa um 6% samkvæmt dönskum tölum. Aukin ending kúa fæst fyrst og fremst með því að hlúa vel að heilsufari og frjósemi kúnna, auk þess sem afurðasemin verður vissulega að vera til staðar.

Þannig verður aukin ending kúa ekki einungis góð fyrir afkomuna og velferð gripanna, en margsannað er að endingargóðar kýr eru lang hagkvæmastar, heldur er aukin ending ekki síður góð fyrir sótsporið. Skýringin á þessu felst einfaldlega í því að fyrstu tvö ár ævinnar framleiðir gripurinn ekki mjólk og kostar því fyrst og fremst þegar horft er til umhverfisbókhaldsins.

Með því að auka endinguna deilast þessi uppeldisáhrif því yfir á lengri tíma. Danskar tölur sýna að sé endurnýjunarhlutfallið 40%, og kvígurnar bera 24 mánaða, þarf 89 kvígur í eldi á hverjum tíma á hverjar 100 kýr. Ætla mætti að hér þyrfti 80 kvígur en tilfellið er að ekki allar kvígur ná því að verða mjólkurkýr.

Ef endurnýjunarhlutfallið er hins vegar lækkað í t.d. 35% þarf ekki nema 75 kvígur og því þarf ekki að ala upp 14 kvígur aukalega miðað við 40% endurnýjunarhlutfall.

landbrugsavisen.dk - SNS

Skylt efni: utan úr heimi

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...