Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aukin ending minnkar sótsporið
Fréttir 18. júlí 2022

Aukin ending minnkar sótsporið

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Kúabændur víða um heim setja á allar kvígur og þegar þær koma inn í framleiðsluna þurfa eldri kýr að víkja fyrir þeim sem yngri eru.

Oft er endurnýjunarhlutfallið í kringum 40% á ári en með því að lækka það í 30% má draga úr sótspori búa um 6% samkvæmt dönskum tölum. Aukin ending kúa fæst fyrst og fremst með því að hlúa vel að heilsufari og frjósemi kúnna, auk þess sem afurðasemin verður vissulega að vera til staðar.

Þannig verður aukin ending kúa ekki einungis góð fyrir afkomuna og velferð gripanna, en margsannað er að endingargóðar kýr eru lang hagkvæmastar, heldur er aukin ending ekki síður góð fyrir sótsporið. Skýringin á þessu felst einfaldlega í því að fyrstu tvö ár ævinnar framleiðir gripurinn ekki mjólk og kostar því fyrst og fremst þegar horft er til umhverfisbókhaldsins.

Með því að auka endinguna deilast þessi uppeldisáhrif því yfir á lengri tíma. Danskar tölur sýna að sé endurnýjunarhlutfallið 40%, og kvígurnar bera 24 mánaða, þarf 89 kvígur í eldi á hverjum tíma á hverjar 100 kýr. Ætla mætti að hér þyrfti 80 kvígur en tilfellið er að ekki allar kvígur ná því að verða mjólkurkýr.

Ef endurnýjunarhlutfallið er hins vegar lækkað í t.d. 35% þarf ekki nema 75 kvígur og því þarf ekki að ala upp 14 kvígur aukalega miðað við 40% endurnýjunarhlutfall.

landbrugsavisen.dk - SNS

Skylt efni: utan úr heimi

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...