Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Aukin ending minnkar sótsporið
Fréttir 18. júlí 2022

Aukin ending minnkar sótsporið

Höfundur: Snorri Sigurðsson

Kúabændur víða um heim setja á allar kvígur og þegar þær koma inn í framleiðsluna þurfa eldri kýr að víkja fyrir þeim sem yngri eru.

Oft er endurnýjunarhlutfallið í kringum 40% á ári en með því að lækka það í 30% má draga úr sótspori búa um 6% samkvæmt dönskum tölum. Aukin ending kúa fæst fyrst og fremst með því að hlúa vel að heilsufari og frjósemi kúnna, auk þess sem afurðasemin verður vissulega að vera til staðar.

Þannig verður aukin ending kúa ekki einungis góð fyrir afkomuna og velferð gripanna, en margsannað er að endingargóðar kýr eru lang hagkvæmastar, heldur er aukin ending ekki síður góð fyrir sótsporið. Skýringin á þessu felst einfaldlega í því að fyrstu tvö ár ævinnar framleiðir gripurinn ekki mjólk og kostar því fyrst og fremst þegar horft er til umhverfisbókhaldsins.

Með því að auka endinguna deilast þessi uppeldisáhrif því yfir á lengri tíma. Danskar tölur sýna að sé endurnýjunarhlutfallið 40%, og kvígurnar bera 24 mánaða, þarf 89 kvígur í eldi á hverjum tíma á hverjar 100 kýr. Ætla mætti að hér þyrfti 80 kvígur en tilfellið er að ekki allar kvígur ná því að verða mjólkurkýr.

Ef endurnýjunarhlutfallið er hins vegar lækkað í t.d. 35% þarf ekki nema 75 kvígur og því þarf ekki að ala upp 14 kvígur aukalega miðað við 40% endurnýjunarhlutfall.

landbrugsavisen.dk - SNS

Skylt efni: utan úr heimi

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...