Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, formaður Beint frá býli.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, formaður Beint frá býli.
Mynd / smh
Fólk 2. maí 2017

Auka þarf virkni félaga í Beint frá býli

Höfundur: smh
Aðalfundur Beint frá býli, félags heimavinnsluaðila, var haldinn 8. apríl síðastliðinn í Litlu sveitabúðinni í Nesjum í Hornafirði. Nýja stjórn félagsins skipa þau Hanna Kjartansdóttir, Leirulæk, Þorgrímur Einar Guðbjartsson, Erpsstöðum, og Sigrún H. Indriðadóttir, Stórhóli, sem rekur Rúnalist – og kemur hún ný inn í stjórn í stað Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur, Háafelli.
 
Að sögn Þorgríms hefur stjórnin ekki komið saman til að skipta með sér verkum, en hann gerir ráð fyrir að vera áfram formaður. Tvö fræðsluerindi voru flutt á aðalfundinum, annars vegar af Elva Sævarsdóttur, ráðgjafa í uppsetningu gæðakerfis, sem ræddi um uppbyggingu gæðakerfis fyrir smáframleiðendur og hins vegar af Svavari Halldórssyni, framkvæmdastjóra Landssambands sauðfjárbænda, sem fjallaði um ímyndarvinnu sauðfjárbænda og möguleika á tekjuaukningu með því að mjólka ær og framleiða osta úr mjólkinni. 
 
Þorgrímur segir að mæting á aðalfundinn hafi verið frekar dræm.
 
Beint frá býli tíu ára á næsta ári
 
„Það voru bornar upp breytingartillögur á samþykktum félagsins og voru þær flestar smávægilegar, utan að breyting á kosningu til stjórnar var breytt þannig að nú er stjórnin kosin til eins árs í einu í stað þriggja. 
 
Félagið verður tíu ára á næsta ári og fór nokkur tími í að ræða þau tímamót og hvernig auka megi virkni félaga. Það eru rétt tæplega 100 félagar í Beint frá býli en mjög fáir eru virkir í framleiðslu eða þátttöku í starfi félagsins. Margir þeirra sem ég hef rætt við veigra sér við að fara af stað með heimavinnslu og -sölu vegna þungra og oft á tíðum óskýrra krafna frá yfirvöldum. Margir nefna að það gangi hægt að fá svör frá Matvælastofnun þegar leitað er ráða hjá henni. Þá er greinilegt að það vex fólki í augum að ráðast í þær fjárhagslegu skuldbindingar sem fylgir því að koma á fót lítilli matvælavinnslu og margir telja það of dýrt.
 
Sú hugmynd kom upp á fundinum að stjórnin leggi land undir fót á haustdögum og heimsæki félaga og ræði um framtíðina,“ segir Þorgrímur. 

Skylt efni: beint frá býli

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...