Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Átt þú góð föt fyrir smalamennsku og útiveru?
Á faglegum nótum 31. ágúst 2015

Átt þú góð föt fyrir smalamennsku og útiveru?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Nú líður að þeim tíma árs að margir fara á fjöll í smalamennsku og því ekki úr vegi að fara aðeins yfir klæðnað sem hentar.
 
Svo vitnað sé til orðalags í bókina Ferðamennska og rötun sem gefin var út af Slysavarnafélaginu Landsbjörg þar sem farið var yfir hentug föt til útivistar segir þar nokkurn veginn orðrétt:
„Engin bómull ætti að fara með til fjalla, gallabuxur, bolir, nærföt og sokkar úr bómullarefni eiga ekkert erindi á fjöll, bómullarföt halda verst hita ef þau blotna, bómull dregur í sig raka og einangrar þá ekkert.“ 
Til er mikið af góðum fatnaði og sokkum sem einangra vel jafnvel þó blaut séu.
 
Íslensku ullarfötin standa alltaf fyrir sínu
 
Góð ullarnærföt standa alltaf fyrir sínu og ekki mikil svitalykt af ullarfötum. Regnfötin eru ómissandi, en endilega notið sem mest áberandi regnföt því þegar regnfatnaðar er þörf er almennt ekki gott skyggni og því betra að vera í appelsínugulu regnfötunum frá 66 sem við þekkjum svo vel. Sokkar og skófatnaður er jafn breytilegur og úrvalið mikið.
 
Ef maður er blautur og kaldur á fótunum er manni alls staðar kalt og því mikil nauðsyn að vera vel útbúinn til fóta. Flóran í góðum sokkum er mikil, en mér hefur reynst vel sokkar úr efni sem heitir neopren (sama efni og er í blautbúningum kafara), þó maður blotni verður manni ekki kalt, ullarsokkar úr hreinni íslenskri ull eru alltaf gulls í gildi. Margir eru farnir að nota sokka sem nefnast selskinnssokkar og eru vatnsheldir og mjög hlýir.
 
Aldrei fara á fjöll nema með aukasokka og aukavettlinga
 
Misjafnt er hvernig menn búa sig til ferða, en ég fer oft hálendisdagsferðir á minni mótormeri og alltaf eru a.m.k. tvenn aukasokkapör, aukavettlingar og það nýjasta í bakpokanum eru síðu upphituðu nærbuxurnar og fullhlaðin rafhlaða sem ég skrifaði um í sumar. Aldrei fer ég án litla sjúkrapakkans í ferð, hann fylgir mér í allar mótorhjólaferðir.
 
Að lokum, ég hef kynnst því að splundrast á hausinn, en þó var ég var á minni ferð en margur smalahesturinn nær. Alltof oft sér maður hestamenn hjálmlausa í smölun og einnig hef ég séð smala á fjórhjóli án hjálms. Förum jákvæð inn í smalamennskuna þetta árið og notum þann öryggisbúnað sem völ er á, það er svo leiðinlegt að heyra fréttir af slysum við smalamennsku.

Skylt efni: smalamennska

Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...