Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Átt þú góð föt fyrir smalamennsku og útiveru?
Á faglegum nótum 31. ágúst 2015

Átt þú góð föt fyrir smalamennsku og útiveru?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Nú líður að þeim tíma árs að margir fara á fjöll í smalamennsku og því ekki úr vegi að fara aðeins yfir klæðnað sem hentar.
 
Svo vitnað sé til orðalags í bókina Ferðamennska og rötun sem gefin var út af Slysavarnafélaginu Landsbjörg þar sem farið var yfir hentug föt til útivistar segir þar nokkurn veginn orðrétt:
„Engin bómull ætti að fara með til fjalla, gallabuxur, bolir, nærföt og sokkar úr bómullarefni eiga ekkert erindi á fjöll, bómullarföt halda verst hita ef þau blotna, bómull dregur í sig raka og einangrar þá ekkert.“ 
Til er mikið af góðum fatnaði og sokkum sem einangra vel jafnvel þó blaut séu.
 
Íslensku ullarfötin standa alltaf fyrir sínu
 
Góð ullarnærföt standa alltaf fyrir sínu og ekki mikil svitalykt af ullarfötum. Regnfötin eru ómissandi, en endilega notið sem mest áberandi regnföt því þegar regnfatnaðar er þörf er almennt ekki gott skyggni og því betra að vera í appelsínugulu regnfötunum frá 66 sem við þekkjum svo vel. Sokkar og skófatnaður er jafn breytilegur og úrvalið mikið.
 
Ef maður er blautur og kaldur á fótunum er manni alls staðar kalt og því mikil nauðsyn að vera vel útbúinn til fóta. Flóran í góðum sokkum er mikil, en mér hefur reynst vel sokkar úr efni sem heitir neopren (sama efni og er í blautbúningum kafara), þó maður blotni verður manni ekki kalt, ullarsokkar úr hreinni íslenskri ull eru alltaf gulls í gildi. Margir eru farnir að nota sokka sem nefnast selskinnssokkar og eru vatnsheldir og mjög hlýir.
 
Aldrei fara á fjöll nema með aukasokka og aukavettlinga
 
Misjafnt er hvernig menn búa sig til ferða, en ég fer oft hálendisdagsferðir á minni mótormeri og alltaf eru a.m.k. tvenn aukasokkapör, aukavettlingar og það nýjasta í bakpokanum eru síðu upphituðu nærbuxurnar og fullhlaðin rafhlaða sem ég skrifaði um í sumar. Aldrei fer ég án litla sjúkrapakkans í ferð, hann fylgir mér í allar mótorhjólaferðir.
 
Að lokum, ég hef kynnst því að splundrast á hausinn, en þó var ég var á minni ferð en margur smalahesturinn nær. Alltof oft sér maður hestamenn hjálmlausa í smölun og einnig hef ég séð smala á fjórhjóli án hjálms. Förum jákvæð inn í smalamennskuna þetta árið og notum þann öryggisbúnað sem völ er á, það er svo leiðinlegt að heyra fréttir af slysum við smalamennsku.

Skylt efni: smalamennska

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...