Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu.
Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu.
Mynd / smh
Fréttir 2. mars 2015

Atli Erlendsson er Matreiðslumaður ársins

Höfundur: smh

Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu, bar sigur út býtum í úrslitakeppninni um nafnbótina Matreiðslumaður ársins sem fór fram í Hörpu í gær, en þetta er í 20. skiptið sem hún er haldin.

Annar í keppninni varð Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður í Vodafone, en hinir tveir sem kepptu til úrslita voru Axel Clausen frá Fiskmarkaðnum og Kristófer Hamilton Lord frá Lava Bláa Lóninu. Yfirdómari var Matti Jänsen frá Finnlandi.

Verkefni keppenda var að elda forrétt og aðalrétt úr úrvali hráefna beint frá bónda, upp úr óvissukörfu sem hulunni var svipt af degi fyrir keppni.

Upphaflega sendu sautján matreiðslumenn inn uppskriftir í keppnina sem haldin var með nýju sniði í ár. Tíu komust áfram í undanúrslit og elduðu uppskriftir sínar með íslenskan þorsk í aðalhlutverki fyrir dómnefnd. 

15 myndir:

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...