Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Atkvæðagreiðsla um kvótakerfi og endurskoðun búvörusamninga á haustfundum LK
Fréttir 4. október 2018

Atkvæðagreiðsla um kvótakerfi og endurskoðun búvörusamninga á haustfundum LK

Höfundur: Margrét Gísladóttir

Mánudaginn 8. október hefjast haustfundir Landssambands kúabænda og standa þeir til 26. október. Dagskrá fundanna má finna á heimasíðu samtakanna, naut.is.

Líkt og áður verður fjallað um stöðu greinarinnar og þau verkefni sem samtökin vinna að þessi misserin. Eins verður komandi atkvæðagreiðsla um kvótakerfi í mjólkurframleiðslu og endurskoðun búvörusamninga tekin fyrir en mikilvægt er að góðar og efnismiklar umræður fari fram meðal bænda um þau mál áður en sest er að samningaborðinu.

Margrét Gísladóttir.

Af miklu er að taka og því má ætla að fundirnir bjóði uppá líflegar umræður. Mjólkuriðnaðurinn stendur frammi fyrir miklum áskorunum sökum mismunar í sölu á fitu- og próteingrunni og stendur sá munur nú í 15 milljónum lítra. Unnið hefur verið að tillögum á vettvangi Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) og verður sú vinna kynnt á fundunum.

Stefnumótun til næstu 10 ára

Landssamband kúabænda vann stefnumótanir fyrir mjólkur- og kjötframleiðslu til næstu 10 ára og voru drög kynnt á aðalfundi LK í vor og samþykkt þar. Ákveðið var að kynna stefnumótanirnar á haustfundum samtakanna þar sem bændum gefst færi á að koma með athugasemdir áður en stefnumótanirnar verða gefnar formlega út. Er þetta í fyrsta sinn sem unnið er að stefnumótun fyrir greinina í tvennu lagi. Miklar breytingar hafa orðið á starfsumhverfi kúabænda síðastliðin ár meðal annars vegna gríðarlega aukins fjölda ferðamanna til landsins með fylgjandi söluaukningu á afurðum, tilkomu nýrrar aðbúnaðarreglugerðar og nýrra búvörusamninga. Að stefnumótuninni komu aðilar alls staðar úr virðiskeðjunni; bændur, fulltrúar frá afurðastöðvum og matreiðslufólk svo einhverjir séu nefndir. Vinnan hófst í byrjun árs 2018 og horft var til ýmissa þátta svo sem markaðsmála, umhverfismála, aðgengi bænda að fræðslu og ráðgjöf, rannsókna og fleiri.

Atkvæðagreiðsla og endurskoðun búvörusamninga

Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla meðal mjólkurframleiðenda um framtíð kvótakerfis í mjólkurframleiðslu muni eiga sér stað fyrir 1. mars á næsta ári og halda Bændasamtök Íslands utanum framkvæmd hennar, líkt og kveðið er á um í búvörusamningum. Tekið skal fram að allir mjólkurframleiðendur á Íslandi munu hafa atkvæðarétt í þeirri kosningu óháð skráningu í LK eða BÍ. Ljóst er að endurskoðun búvörusamninga mun að miklu leiti byggja á niðurstöðu þeirrar atkvæðagreiðslu. Til þess að bændur geti tekið upplýsta ákvörðun um atkvæði sitt verður kynnt betur fyrir bændum hvað felst í því ef kvótinn verður áfram annars vegar og ef hann verður kosinn af hins vegar. Liður í þeim undirbúningi er greining á mo¨gulegum leiðum til að hafa viðskipti með mjo´lkurkvo´ta og li´klegum kostum og go¨llum hverrar fyrir sig, bæði út frá hagfræðilegu og samfe´lagslegu sjo´narhorni. Hafa LK og BÍ samið við Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri um að vinna þá greiningu og gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki í lok nóvembermánaðar.

Það er afar mikilvægt að kúabændur verði samstíga við komandi endurskoðun búvörusamninga. Skiptar skoðanir eru í nautgriparækt eins og öðrum greinum og skoðanaskipti um hin ýmsu mál eru jákvæð og eðlileg. Þannig ræðir fólk sig niður á niðurstöðu sem endurspeglar hvað flestar raddir. Því hvet ég félagsmenn LK sem og aðra áhugasama um nautgriparækt á Íslandi að mæta á haustfundina og taka þátt í umræðunum. 

Skylt efni: Haustfundir LK

Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...