Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Steinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Steinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Fréttir 8. maí 2018

Athugasemdir við rangan málflutning Félags atvinnurekenda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir ekki annað hægt en að gera athugasemdir við rangan málflutning Félags atvinnurekenda á síðum Viðskiptablaðsins vegna áætlana stjórnvalda að nota stuðla við útreikning á innflutningskvóta kjöts.

„Samningur við Evrópusambandið um tollamál er gagnkvæmur samningur þar sem Ísland eykur innflutningsheimildir meðal annars á kjötvörum gegn því að fá auknar heimildir til útflutnings til markaða EB.

Þetta er tvíhliða samningur þar sem sömu reglur hljóta að gilda í báðar áttir.

EB hefur alla tíð notað stuðla við mat á útflutningi frá Íslandi á kjöti. Í þessu felst að beinlaust kjöt er reiknað upp með stuðlum til að finna ígildi kjöts með beini.

Kvóti Íslands til EB fyrir kindakjöt var 1.850 tonn á síðasta ári. Þessi kvóti fylltist í byrjun nóvember og varð að stöðva allan útflutning kindakjöts vegna þessa til áramóta. Kvótinn fylltist ekki vegna þess að búið væri að flytja út 1850 tn. Mun minna hafði verið flutt út en vegna þess að beinlaust kjöt var uppreiknað með stuðlum var heildin komin í 1.850 tonn

Það er rangt hjá FA að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið ætli einhliða að skerða innflutning með stuðlum. Um er að ræða gagnkvæma eins framkvæmd af hálfu EB og Íslands þar sem sömu stuðlar eiga að gilda í báðar áttir.

Það er enginn að hafa neitt af neinum heldur er um að ræða samræmda framkvæmd á gagnkvæmum samningi,“ segir Steinþór.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...