Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Steinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Steinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa.
Fréttir 8. maí 2018

Athugasemdir við rangan málflutning Félags atvinnurekenda

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segir ekki annað hægt en að gera athugasemdir við rangan málflutning Félags atvinnurekenda á síðum Viðskiptablaðsins vegna áætlana stjórnvalda að nota stuðla við útreikning á innflutningskvóta kjöts.

„Samningur við Evrópusambandið um tollamál er gagnkvæmur samningur þar sem Ísland eykur innflutningsheimildir meðal annars á kjötvörum gegn því að fá auknar heimildir til útflutnings til markaða EB.

Þetta er tvíhliða samningur þar sem sömu reglur hljóta að gilda í báðar áttir.

EB hefur alla tíð notað stuðla við mat á útflutningi frá Íslandi á kjöti. Í þessu felst að beinlaust kjöt er reiknað upp með stuðlum til að finna ígildi kjöts með beini.

Kvóti Íslands til EB fyrir kindakjöt var 1.850 tonn á síðasta ári. Þessi kvóti fylltist í byrjun nóvember og varð að stöðva allan útflutning kindakjöts vegna þessa til áramóta. Kvótinn fylltist ekki vegna þess að búið væri að flytja út 1850 tn. Mun minna hafði verið flutt út en vegna þess að beinlaust kjöt var uppreiknað með stuðlum var heildin komin í 1.850 tonn

Það er rangt hjá FA að landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið ætli einhliða að skerða innflutning með stuðlum. Um er að ræða gagnkvæma eins framkvæmd af hálfu EB og Íslands þar sem sömu stuðlar eiga að gilda í báðar áttir.

Það er enginn að hafa neitt af neinum heldur er um að ræða samræmda framkvæmd á gagnkvæmum samningi,“ segir Steinþór.

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...