Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Síðasta kalkúnabú landsins þarf að passa upp á að eiga alltaf nægar birgðir.
Síðasta kalkúnabú landsins þarf að passa upp á að eiga alltaf nægar birgðir.
Mynd / ghp
Fréttir 19. janúar 2024

Árstíðamunur í kalkúnarækt

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Undanfarin ár hefur kalkúnaframleiðslan hjá Reykjabúinu verið í hægum og stígandi vexti, segir Jón Magnús Jónsson framkvæmdastjóri.

Mesta neyslan á kalkúnakjöti sé frá þakkargjörðarhátíðinni fram að áramótum, ásamt örlitlum sölutoppi um páskana. Drjúg neysla sé þó yfir allt árið á smásölumarkaði og þá fari mikið inn á veitingahúsa- og mötuneytamarkaðinn.

Reykjabúið í Mosfellsbæ er eina kalkúnabúið á landinu. Aðspurður um áskoranir sem fylgi því segir Jón Magnús að þau þurfi að passa upp á að eiga alltaf nóg, sem þeim hafi tekist alllengi.

Þetta sé ekki stór markaður, sem skýri að hluta til af hverju þau séu síðasti kalkúnaræktandinn. Þá hafi verið ákveðin þrjóska að halda þessu úti og að vera ein eftir hafi ekki verið þeirra val.

Hann segir greinilegt að neytendur sækist eftir þeirra vörum og séu meðvitaðir um að velja innlenda framleiðslu í smásölu. „Hins vegar er þetta alltaf erfitt þar sem þú sérð ekki vörumerkið. Ef þú ferð á veitingastaði eða í veislu þá veistu ekki hvaðan þetta er nema að rannsaka það á staðnum,“ segir Jón Magnús.

Skylt efni: kalkúnarækt

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...