Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Árið 2015 getur skipt sköpum fyrir skóga framtíðarinnar
Fréttir 11. september 2015

Árið 2015 getur skipt sköpum fyrir skóga framtíðarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Heimsráðstefnan um skóga, World Forestry Congress (WFC), er nú haldin í fjórtánda sinn á vegum FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ráðstefnan er haldin í Suður-Afríku.

Um er að ræða stærstu skógaráðstefnu sem haldin er í heiminum og fer hún fram á sex ára fresti. Ráðstefnuna sækja sérfræðingar, fagfólk, embættisfólk, stjórnmálafólk og áhugafólk hvaðanæva að úr heiminum. Markmiðið ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi skógræktar og skógarnytja fyrir sjálfbæra þróun í heiminum, efla skilning fólks á þeim ógnum sem steðja að skógum heims, benda á lausnir, miðla þekkingu og stuðla að því að tekið sé á brýnustu úrlausnarefnunum. Í frétt á heimasíðu Skógræktar ríkisins segir að árið 2015 sé talið geta skipt sköpum um framtíð skóga jarðarinnar.

Þjóðir heims búa sig nú undir að innleiða sameiginleg markmið um sjálfbæra þróun og undir lok ársins verður haldin í París loftslagsráðstefnan sem kölluð hefur verið mikilvægasti fundur mannkynssögunnar.

Skýrsla um ástand skóga

Við setningarathöfn heimsráðstefnunnar í Durban í gær var kynnt ný skýrsla Sameinuðu þjóðanna um ástand skóganna í heiminum,  Global Forest Resources Assessment 2015. Í skýrslunni er farið yfir hvernig skógar heimsins hafa þróast undanfarinn aldarfjórðung, hvernig nýtingu þeirra er háttað, hversu sjálfbær nýtingin er og þess háttar.

Skógareyðingin mest í Brasilíu

Undanfarin fimm ár hefur mesta skógareyðingin verið í Brasilíu og Indónesíu að því er fram kemur í skýrslu FAO. Hér má sjá skógareyðingu í þeim tíu löndum í heiminum þar sem mest hefur tapast af skóglendi frá árinu 2010. Tölurnar eru í hekturum. Brasilía 984.000, Indónesía 684.000, Mjanmar 546.00, Nígería 410.000, Tansanía 372.000, Paragvæ 325.000, Simbabve 312.000, Austur-Kongó 311.000, Argentína 297.000 og Venesúela 289.000.

Skylt efni: Skógar | Skógrækt

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...