Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgriparæktarinnar.

Af þeim eru rúm fimm þúsund úr gripum fæddum 2022 og rúm 1.600 úr gripum fæddum í ár. Markmið verkefnisins miðar að því að arfgreina allar íslenskar kýr. Enn hafa nokkur bú ekki pantað DNA- merki og hafið þátttöku. Þær kvígur, sem eru fæddar á árunum 22-23, og hafa verið arfgreindar koma frá 365 búum. Í heildina eru tæp 500 kúabú á öllu landinu. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML).

Arfgreiningar eru til úr helmingi þeirra rúmu 10 þúsund kvígna sem voru ásettar til lífs hjá íslenskum mjólkurframleiðendum á síðasta ári. Á þessu ári er búið að skrá rúmlega fjögur þúsund kvígur til lífs á búum með mjólkurframleiðslu og er búið að arfgreina tæp 40 prósent þerra.

Minna en eitt prósent sýna er með of lágt greiningarhlutfall erfðavísa. Ekki er hægt að nota sýni með lægra en 0,9 í greiningarhlutfalli erfðavísa til staðfestingar ætternis eða við erfðamat.

Hraðari erfðaframfarir

Erfðamengisúrvalið hefur skilað því að hægt er að nota yngri kynbótanaut á sæðisstöð. Áður þurfti að framkvæma afkvæmaprófun og voru nautin að jafnaði 70 mánaða þegar þau fóru í notkun. Nú eru komin naut sem eru allt niður í 21 mánaða gömul, þó meðaltalið sé rúmlega þrjú ár, eða 39,7 mánuðir. Erfðamengisúrvalið hefur nú þegar skilað þeim ávinningi að nú eru í notkun naut sem eru allt niður í 21 mánaðar gömul. Meðalaldurinn er kominn niður í 39,7 mánaða þegar nautin eru tekin í notkun, það er rúmlega þriggja ára. Það er mikil breyting frá því sem var, en nautin voru jafnan nálægt 70 mánaða þegar þau komu til notkunar að lokinni afkvæmaprófun. Þetta skiptir máli, því með þessu verða erfðaframfarir íslenska kúastofnsins hraðari. 

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...