Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgriparæktarinnar.

Af þeim eru rúm fimm þúsund úr gripum fæddum 2022 og rúm 1.600 úr gripum fæddum í ár. Markmið verkefnisins miðar að því að arfgreina allar íslenskar kýr. Enn hafa nokkur bú ekki pantað DNA- merki og hafið þátttöku. Þær kvígur, sem eru fæddar á árunum 22-23, og hafa verið arfgreindar koma frá 365 búum. Í heildina eru tæp 500 kúabú á öllu landinu. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML).

Arfgreiningar eru til úr helmingi þeirra rúmu 10 þúsund kvígna sem voru ásettar til lífs hjá íslenskum mjólkurframleiðendum á síðasta ári. Á þessu ári er búið að skrá rúmlega fjögur þúsund kvígur til lífs á búum með mjólkurframleiðslu og er búið að arfgreina tæp 40 prósent þerra.

Minna en eitt prósent sýna er með of lágt greiningarhlutfall erfðavísa. Ekki er hægt að nota sýni með lægra en 0,9 í greiningarhlutfalli erfðavísa til staðfestingar ætternis eða við erfðamat.

Hraðari erfðaframfarir

Erfðamengisúrvalið hefur skilað því að hægt er að nota yngri kynbótanaut á sæðisstöð. Áður þurfti að framkvæma afkvæmaprófun og voru nautin að jafnaði 70 mánaða þegar þau fóru í notkun. Nú eru komin naut sem eru allt niður í 21 mánaða gömul, þó meðaltalið sé rúmlega þrjú ár, eða 39,7 mánuðir. Erfðamengisúrvalið hefur nú þegar skilað þeim ávinningi að nú eru í notkun naut sem eru allt niður í 21 mánaðar gömul. Meðalaldurinn er kominn niður í 39,7 mánaða þegar nautin eru tekin í notkun, það er rúmlega þriggja ára. Það er mikil breyting frá því sem var, en nautin voru jafnan nálægt 70 mánaða þegar þau komu til notkunar að lokinni afkvæmaprófun. Þetta skiptir máli, því með þessu verða erfðaframfarir íslenska kúastofnsins hraðari. 

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...