Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgriparæktarinnar.

Af þeim eru rúm fimm þúsund úr gripum fæddum 2022 og rúm 1.600 úr gripum fæddum í ár. Markmið verkefnisins miðar að því að arfgreina allar íslenskar kýr. Enn hafa nokkur bú ekki pantað DNA- merki og hafið þátttöku. Þær kvígur, sem eru fæddar á árunum 22-23, og hafa verið arfgreindar koma frá 365 búum. Í heildina eru tæp 500 kúabú á öllu landinu. Frá þessu er greint í frétt á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML).

Arfgreiningar eru til úr helmingi þeirra rúmu 10 þúsund kvígna sem voru ásettar til lífs hjá íslenskum mjólkurframleiðendum á síðasta ári. Á þessu ári er búið að skrá rúmlega fjögur þúsund kvígur til lífs á búum með mjólkurframleiðslu og er búið að arfgreina tæp 40 prósent þerra.

Minna en eitt prósent sýna er með of lágt greiningarhlutfall erfðavísa. Ekki er hægt að nota sýni með lægra en 0,9 í greiningarhlutfalli erfðavísa til staðfestingar ætternis eða við erfðamat.

Hraðari erfðaframfarir

Erfðamengisúrvalið hefur skilað því að hægt er að nota yngri kynbótanaut á sæðisstöð. Áður þurfti að framkvæma afkvæmaprófun og voru nautin að jafnaði 70 mánaða þegar þau fóru í notkun. Nú eru komin naut sem eru allt niður í 21 mánaða gömul, þó meðaltalið sé rúmlega þrjú ár, eða 39,7 mánuðir. Erfðamengisúrvalið hefur nú þegar skilað þeim ávinningi að nú eru í notkun naut sem eru allt niður í 21 mánaðar gömul. Meðalaldurinn er kominn niður í 39,7 mánaða þegar nautin eru tekin í notkun, það er rúmlega þriggja ára. Það er mikil breyting frá því sem var, en nautin voru jafnan nálægt 70 mánaða þegar þau komu til notkunar að lokinni afkvæmaprófun. Þetta skiptir máli, því með þessu verða erfðaframfarir íslenska kúastofnsins hraðari. 

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...