Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Allur ágóðinn fer í afdjöflunarstarf
Líf&Starf 29. apríl 2016

Allur ágóðinn fer í afdjöflunarstarf

Höfundur: Vilmundur Hansen

Séra Pétur Þorsteinsson, prestur hjá Óháða söfnuðinum, hefur sent frá sér 34. útgáfu af Pétrísk- íslenskri orðabók með alfræði­ívafi. Fyrsta útgáfa þessarar merkilegu orðabókar kom út árið 1988 í 40 eintökum, að þessu sinni kemur bókin út í 1.200 eintökum.

„Ég hef safnað að mér áhugaverðum orðum, snúið úr þeim eða breytt merkingu þeirra og skráð hjá mér frá því ég var í menntaskóla og það má segja að það hafi orðið hálfgerð árátta hjá mér í guðfræðideildinni. Ætli það bætist ekki við um hundrað ný orð á ári, eða tvö á viku, núorðið. Bæði eru þetta orð sem mér dettur sjálfum í hug að skrá og stundum gauka menn að mér nýjum orðum og nýrri merkingu þeirra.

Orðunum hefur fjölgað nokkuð þétt frá fyrstu útgáfunni og það eru 400 nýorð í þessari frá síðustu útgáfu og heildarfjöldi þeirra vel á þriðja þúsund.“

Fordómalaus fæða

Pétur segir að 8. maí næstkomandi muni karlakórinn Stefnir frumflytja í Dixieland-messu hjá Óháða söfnuðinum texta eftir hann sem kallast Fordómalaus fæða og er um matinn sem við borðum. Lagið sem textinn er sunginn við er Bye, Bye, Blackbird eftir Bítilinn Paul McCartney.

Étum allt í heimi hér,
alveg sama hvað það er.
Snati á fati.
Jesú lýsti alla fæðu hreina,
hann vissi, hvað hann var að meina.
Kátur í kássu.
:I: Fordóma gegn fæðu blekkja,
hugsun þín við þá hlekkja :I:
Tryggur á teini.
Á Þorra fáum andlit og eistu,
er allrabezt – veistu?
Sámur í súpu.
Hákarl og hval hámum og étum,
eins mikið og við getum.
Móri í mauki.
:I: Hvalur er okkar aðalsmerki,
kétið er vistvænt og læknar verki :I:
Lubbi í legi.

Hundaveitingahús er gott geim,
til Íslands fáum brátt heim.
Depill í deigi.
Svínakétið er safa ríkt,
vart annað getur slíkt.
Lappi í lasagna.
:I: Múhameðsmenn það ekki þakka,
Gyðingar vilja það ekki smakka :I:
Vaskur í wasabe.

Grillaður eða grafinn

Fyrsta útgáfan kom út í 40 eintökum en eintökunum hefur fjölgað frá því þá og útgáfan núna er 1.200 eintök. Fjöldi eintaka hefur rokkað milli útgáfna og var lengi 100 eintök en fór mest í 1.500 árið 2012. „Síðustu útgáfur hafa verið fáanlegar í verslunum og seldust ágætlega.“

Pétur segir að hann vinni helst í bókinni milli prestverka. „Ég fylli upp í tímann hjá mér með vinnu við bókina á stundum þegar það er enginn tilbúinn undir tréverk, hvort sem viðkomandi verður grillaður eða grafinn.“

Bókin er full af skemmtilegum orðaleikjum og útúrsnúningum. Pétur segir til dæmis að eina skiptið sem hann, sem er sköllóttur, geti farið í lagningu sé þegar hann fari í kistulagningu.

Bændablessun, hnoðmör og suðfé

Mörg orð í bókinni tengjast landbúnaði og mat og pétrískar alfræðiútleggingar á þeim skondnar.

Álegg: 1) egg haughænsna í Hvalfirði eftir að álverksmiðjan var reist þar, 2) egg, hrogn álanna.

Bændablessun: matur þar sem landbúnaðarafurðir eru í hávegum hafðar.

Hamborgararass og hormónalæri: hátt í hundrað þúsund Íslendingar eru nú þegar komnir í þá deild að vera þannig vaxnir, eins og margur > kanakauðinn.

Hnoðmör: fitan sem kemur út úr hjartanu, þegar verið er að hjartahnoða mann, og það rétt bjargast fyrir horn að stóra stoppið komi til.

Hænsnahúsið: Kentucy Fried Chicken.

Kúmen: hálsband, hálsól, bjalla, sem er um hálsinn á kúnni og minnir á hálsmen á mönnum.

Pokapiss: te sem kemur úr grisjupokum.

Suðfé: býfluga, býflugnabóndi er með suðfé, þar sem þær suða liðlangan daginn.

 

Í bókinni  er einnig að finna ný nöfn á nokkrum merkum einstaklingum í heimi mannanna.

Aftur og nýbúin: Forsetahjónin á Bessastöðum > Bessastaðabeikonið.

Flöskuldur: Höskuldur Jónsson, fv. forstjóri ÁTVR.

Fræið: Guðrún Markúsdóttir fræfræðingur, en hún vann á Tumastöðum í Fljótshlíð við skógrækt.

Miskunnsami Samverjinn: Þorsteinn Vilhelmsson, þar sem kvótakerfið aumkaði sig yfir hann og afhenti honum 3.000.000.000 króna.

Veggfóðurfræðingurinn í Frakklandi: Listmálarinn Erró.

Vigga vistvæna: Frú Vigdís Finnbogadóttir, fv. forseti, hún var alltaf að planta trjám úti um víðan völl.

Allur ágóði af sölu bókanna rennur til líknarmála, eða eins og Pétur orðar það, gersamlega til afdjöflunarstarfs kristilegs félags heilbrigðis.

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...