Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir við verk sitt, Alltaf til forystu, sem var afhjúpað við Fræðasetur um forystufé í Þistilfirði fyrir í sumar. Mynd / Daníel Hansen.
Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir við verk sitt, Alltaf til forystu, sem var afhjúpað við Fræðasetur um forystufé í Þistilfirði fyrir í sumar. Mynd / Daníel Hansen.
Líf og starf 3. september 2018

Alltaf til forystu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega var afhjúpað myndverk á pallinum við Fræðasetur um forystufé. Hönnuður verksins er Mjöll Sigurdís Magnúsdóttir, fædd 1999. Mjöll hefur unnið að ýmsu útgefnu efni og fyrir utan þennan skúlptúr þá má nefna 20 ára afmælismerki Dalvíkurbyggðar árið 2018.

Mjöll segir að verkið sé hugsað þannig að undirstaðan er rekaviðarbútur sem stendur upp á rönd, þar efst eru tálguð fjöll upp úr rekaviðnum. „Fjöllin er vegna tengingarinnar við forystufé sem leiðir kindahópinn oft heim af fjalli og við fé á Íslandi sem rekið er á fjöll á vorin. Fyrir ofan fjöllin er síðan steypa sem myndar klauf og það táknar ennfremur það síðarnefnda, að forystuféð fer fyrir hópnum. Hornin koma síðan af forystukindinni Þotu, en hún var níu vetra forystukind af Tröllaskaga.

Móðir Þotu var frá bænum Tunguseli á Langanesi og faðir hennar frá Klifshaga í Öxarfirði. Kjörumhverfi Þotu voru hæstu fjöll Tröllaskagans og þar þaut hún um og fékk einmitt nafn sitt af því. Þota var mjög veðurnæm og fann á sér þegar veðrabreytingar voru í nánd. Hún var alltaf mætt heim á hlað daginn fyrir vond veður.

Dalvískir trillusjómenn notfærðu sér þennan næma veðurfræðing og tóku upp báta sína og hættu við að fara á sjó þegar fréttist að hún væri komin heim því það var óbrigðult merki um að óveður væri í aðsigi.

Rekaviðurinn í verkinu tengist síðan landnámi Íslands og íslenska fjárstofninum þar með. Það voru einmitt víkingarnir sem komu fyrst með sauðfé til landsins svo að þar hófst þetta allt saman.“

Mjöll lauk stúdentsprófi af listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri vorið 2018. Uppbygginga­­sjóður Norðausturlands styrkti verkefnið.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...