Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Allar ferðir kolefnisjafnaðar á næsta ári
Fréttir 8. janúar 2020

Allar ferðir kolefnisjafnaðar á næsta ári

Bændaferðir mörkuðu sér þá stefnu á síðasta ári að allar flugferðir þeirra verði kolefnisjafnaðar árið 2020.  Heildarverð ferðar, með kolefnisgjaldi, verður þannig búið að reikna inn í ferðirnar og borgar farþeginn helming kolefnisgjaldsins en Bændaferðir hinn helminginn. 
 
Bændaferðir eru vörumerki í eigu Ferðaþjónustu bænda hf. og að sögn Sævars Skaptasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, er kolefnisjöfnunin hluti af sjálfbærnistefnu sem mótuð var árið 2002 og unnið hefur verið eftir síðan. Með henni sýni fyrirtækið samfélagslega ábyrgð.
 
Bændur í lykilstöðu
 
Sævar 
Skapta­son..
Sævar segir bændur líka í lykilstöðu til að binda kolefni í jörðu og því sé samstarf við grasrótina gríðarlega mikilvægt en ferðaþjónustubændur vinna margir hverjir mikilvægt starf á sviði landgræðslu, skógræktar og endurheimtar votlendis. 
 
Hann segir að kolefnisgjaldið renni í sérstakan sjóð og verður úthlutað úr honum í fyrsta sinn í byrjun árs 2021. Ítrekar hann að áhersla verði lögð á gagnsæi og kynningu á framgangi þeirra verkefna sem sjóðurinn styrkir, en þannig geti viðskiptavinir og aðrir áhugasamir fylgst með því hvernig fjár­munum sjóðsins er varið. 
 
Ábyrg ferðaþjónusta
 
Varðandi út­reikning á kol­efnis­gjaldinu munu Bændaferðir styðjast við reiknivél Alþjóða flug­málastofnunar (ICAO), en sam­kvæmt þeim for­sendum myndi kolefnisgjald á flugi með Bændaferðum til München í Þýskalandi nema 892 krónum – sem skiptist þá jafnt á milli farþega og Bændaferða. 
 
Ferðaþjónusta bænda er gæða­vottað af Vakanum, með gull-umhverfismerki og þátttakandi í hvatningarverkefninu Ábyrg ferðaþjónusta. 
Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...