Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Dauð svín í Voronezh Oblast í Rússlandi 2011.
Dauð svín í Voronezh Oblast í Rússlandi 2011.
Mynd / Sputnik Science photo library
Fréttir 8. september 2021

Áhættukort gefið út vegna afrísku svínapestarinnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Evrópunefndin hefur gefið út áhættukort vegna útbreiðslu afrísku svínapestarinnar í Evrópu. Þar er áhættusvæðum skipt upp í þrjá meginflokka, I, sem er merktur blár, II, sem er merktur bleikur og III, sem er rauður og skilgreint mesta hættusvæði. Að auki er fjólublá merking sem þýðir sérstakt eftirlitssvæði.

Landsvæði í Evrópu sem sett hafa verið í mismunandi áhættuflokka eftir litum vegna afrísku svínapestarinnar.

Afríska svínapestin er faraldur í jaðarsvæðum Sahara í Afríku. Þá barst veiran til Sardiníu í Miðjarðarhafi þar sem pestin hefur geisað sem faraldur í nokkra áratugi. Árið 2007 blossaði svínapestin svo upp í Georgíu, Armeníu, Azerbaijan, í Evrópuhluta Rússlands, Úkraínu og í Blearus (Hvíta-Rússlandi). Síðan hefur veiran verið að breiðast út með villtum svínum vestur eftir Evrópu. Hún fannst fyrst í Litháen og Póllandi í janúar og febrúar árið 2014. Síðan í Lettlandi og Eistlandi í september sama ár. Árið 2019 var tilkynnt um smit í níu Evrópusambandslöndum, Belgíu, Búlgaríu, Slóvakíu, Eistlandi, Ungverjalandi, Lettlandi, Litháen, Póllandi og í Rúmeníu og nú er veiran komin til Þýskalands.

Veiran getur borist með hráu svínakjöti

Innan Evrópusambandsins ríkir töluverður ótti, ekki síst í Þýskalandi og Póllandi, þar sem svínarækt er mjög mikilvægur hlekkur í matvælaframleiðslu. Enn sem komið er hefur engin lækning fundist við pestinni og engin bóluefni eru til að berjast við veiruna. Ef svín sýkjast er nánast öruggt að þau drepist. Veiran hefur borist um álfuna með villtum svínum og þaðan í fóður eldissvína. Einnig hefur veiran borist úr hráu kjöti úr sýktum dýrum og ósoðnum pylsum úr svínakjöti. Vegna þess hafa landamæraverðir haft auga með flutningum á svínakjöti á milli landa.

Í Bandaríkjunum er mjög strangt tekið á slíku og ekki síst smygli ferðamanna á svínakjöti.

Engin dæmi er enn um að veiran hafi stökkbreyst og geti smitað menn eða aðrar dýrategundir en svín. Hins vegar er talið að menn geti auðveldlega borið veiruna með sér á milli staða, m.a. í skóbúnaði og fatnaði.

Blæðingar einkenna veikina


Þá segir að dýr sýkt af vægum stofnum af afrísku svínaveirunni sýni kannski ekki endilega dæmigerð klínísk merki um sýkingu. Matvælaöryggisyfirvöld Evrópu EFSA hafa gefið út viðvaranir og leiðbeiningar um hvernig hægt sé að þekkja einkenni afrísku svínapestarinnar. Þar segir m.a.:


„Einkennin eru m.a. hiti, lystarleysi, orkuleysi, fósturdauði, innri blæðingar, með blæðingum sýnilegum á eyrum og síðum dýranna. Skyndilegur dauði getur átt sér stað. Alvarlegir veirustofnar eru yfirleitt banvænir (dauði á sér stað innan 10 daga).“

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík...