Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Afurðaverðshækkanir fyrir dilkakjöt
Mynd / Bbl
Fréttir 4. febrúar 2022

Afurðaverðshækkanir fyrir dilkakjöt

Höfundur: smh

Kjötafurðastöðin Kjarnafæði Norðlenska hefur tilkynnt um að afurðaverð fyrir dilkakjöt haustið 2022 muni hækka um tíu prósent að lágmarki, frá endanlegu verði fyrir dilkakjöt árið 2021. Gildir hækkunin einnig fyrir dótturfélögin SAH Afurðir og Norðlenska Matborðið.

Þá var einnig tilkynnt um þriggja prósenta hækkun fyrir innlagt dilkakjöt á síðasta hausti, hjá áðurnefndum félögum. Uppbótin kemur til greiðslu í byrjun maí 2022.

Kaupfélag Skagafjarðar tilkynnti sömuleiðis nýverið um afurðaverðshækkun á dilkakjötsinnlegg haustið 2021, en þar er hækkunin fjögur prósent og verður sú uppbót greidd út í lok febrúar.  

Í tilkynningu Kjarnafæði Norðlenska kemur fram að vonir standi til að unnt verði að hækka meira en sem nemur þessum tíu prósentum næsta haust, en markaðsaðstæður munu ráða því.

Áður hafði Sláturfélag Suðurlands tilkynnt um afurðaverðshækkun á innleggið á síðasta ári, en þar nam hækkunin fimm prósentum og átti við um allt afurðainnlegg ársins 2021.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...