Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Afurðaverðshækkanir fyrir dilkakjöt
Mynd / Bbl
Fréttir 4. febrúar 2022

Afurðaverðshækkanir fyrir dilkakjöt

Höfundur: smh

Kjötafurðastöðin Kjarnafæði Norðlenska hefur tilkynnt um að afurðaverð fyrir dilkakjöt haustið 2022 muni hækka um tíu prósent að lágmarki, frá endanlegu verði fyrir dilkakjöt árið 2021. Gildir hækkunin einnig fyrir dótturfélögin SAH Afurðir og Norðlenska Matborðið.

Þá var einnig tilkynnt um þriggja prósenta hækkun fyrir innlagt dilkakjöt á síðasta hausti, hjá áðurnefndum félögum. Uppbótin kemur til greiðslu í byrjun maí 2022.

Kaupfélag Skagafjarðar tilkynnti sömuleiðis nýverið um afurðaverðshækkun á dilkakjötsinnlegg haustið 2021, en þar er hækkunin fjögur prósent og verður sú uppbót greidd út í lok febrúar.  

Í tilkynningu Kjarnafæði Norðlenska kemur fram að vonir standi til að unnt verði að hækka meira en sem nemur þessum tíu prósentum næsta haust, en markaðsaðstæður munu ráða því.

Áður hafði Sláturfélag Suðurlands tilkynnt um afurðaverðshækkun á innleggið á síðasta ári, en þar nam hækkunin fimm prósentum og átti við um allt afurðainnlegg ársins 2021.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...