Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Afurðaverðshækkanir fyrir dilkakjöt
Mynd / Bbl
Fréttir 4. febrúar 2022

Afurðaverðshækkanir fyrir dilkakjöt

Höfundur: smh

Kjötafurðastöðin Kjarnafæði Norðlenska hefur tilkynnt um að afurðaverð fyrir dilkakjöt haustið 2022 muni hækka um tíu prósent að lágmarki, frá endanlegu verði fyrir dilkakjöt árið 2021. Gildir hækkunin einnig fyrir dótturfélögin SAH Afurðir og Norðlenska Matborðið.

Þá var einnig tilkynnt um þriggja prósenta hækkun fyrir innlagt dilkakjöt á síðasta hausti, hjá áðurnefndum félögum. Uppbótin kemur til greiðslu í byrjun maí 2022.

Kaupfélag Skagafjarðar tilkynnti sömuleiðis nýverið um afurðaverðshækkun á dilkakjötsinnlegg haustið 2021, en þar er hækkunin fjögur prósent og verður sú uppbót greidd út í lok febrúar.  

Í tilkynningu Kjarnafæði Norðlenska kemur fram að vonir standi til að unnt verði að hækka meira en sem nemur þessum tíu prósentum næsta haust, en markaðsaðstæður munu ráða því.

Áður hafði Sláturfélag Suðurlands tilkynnt um afurðaverðshækkun á innleggið á síðasta ári, en þar nam hækkunin fimm prósentum og átti við um allt afurðainnlegg ársins 2021.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...