Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Afurðaverðshækkanir fyrir dilkakjöt
Mynd / Bbl
Fréttir 4. febrúar 2022

Afurðaverðshækkanir fyrir dilkakjöt

Höfundur: smh

Kjötafurðastöðin Kjarnafæði Norðlenska hefur tilkynnt um að afurðaverð fyrir dilkakjöt haustið 2022 muni hækka um tíu prósent að lágmarki, frá endanlegu verði fyrir dilkakjöt árið 2021. Gildir hækkunin einnig fyrir dótturfélögin SAH Afurðir og Norðlenska Matborðið.

Þá var einnig tilkynnt um þriggja prósenta hækkun fyrir innlagt dilkakjöt á síðasta hausti, hjá áðurnefndum félögum. Uppbótin kemur til greiðslu í byrjun maí 2022.

Kaupfélag Skagafjarðar tilkynnti sömuleiðis nýverið um afurðaverðshækkun á dilkakjötsinnlegg haustið 2021, en þar er hækkunin fjögur prósent og verður sú uppbót greidd út í lok febrúar.  

Í tilkynningu Kjarnafæði Norðlenska kemur fram að vonir standi til að unnt verði að hækka meira en sem nemur þessum tíu prósentum næsta haust, en markaðsaðstæður munu ráða því.

Áður hafði Sláturfélag Suðurlands tilkynnt um afurðaverðshækkun á innleggið á síðasta ári, en þar nam hækkunin fimm prósentum og átti við um allt afurðainnlegg ársins 2021.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...