Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Afurðaverð svipað og í Póllandi
Fréttir 16. apríl 2014

Afurðaverð svipað og í Póllandi

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Sauðfjárbændur þurfa að ræða hvort ástæða sé til að breyta vægi einstakra verkefna sem rúmast innan búvörusamninga, til að mynda hvort auka eigi vægi gæðastýringar á kostnað beingreiðslna eða hvort jafnvel eigi að forgangsraða notkun fjármuna alveg upp á nýtt. Núverandi búvörusamningur í sauðfjárrækt rennur út í árslok 2017 og brýnt er að markmið sauðfjárbænda fyrir nýjan samning liggi fyrir ekki seinna en á aðalfundi Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) að ári.

Hvað er að vera sauðfjárbóndi?

Svo orðaði Þórarinn Ingi Pétursson, formaður LS, hlutina í setningarræðu sinni við upphaf aðalfundar samtakanna sem haldinn var dagana 3.-4. apríl síðastliðna. Þórarinn velti síðan upp spurningunni hvað væri að vera sauðfjárbóndi.

„Það hefur lengi legið fyrir að til þess að framfleyta fjölskyldu á sauðfjárrækt eingöngu þarf bú sem er stærra en meðalbúið í dag. Greinin hefur einfaldlega þróast þannig að margir sinna öðrum verkefnum með. Það þarf ekki að vera slæmt því hún getur oft hentað mjög vel með öðrum búgreinum, ferðaþjónustu eða annarri starfsemi,“ sagði Þórarinn. Hann sagði ljóst að ekki hefðu allir félagar LS uppi áform um að lifa eingöngu á sauðfjárrækt, því færi fjarri og það væri líka allt í lagi.

Afurðaverð talsvert lægra en í nágrannalöndum

Í máli Þórarins kom fram að bændur hefðu fengið ágætar afurðaverðshækkanir á síðustu árum, sem ekki hefðu orðið til þess að verð til neytenda hefði hækkað. Á árunum 2006 til 2013 hefði smásöluverð á lambakjöti hér á landi hækkað um rúm 40 prósent, sem væri þriðjungi minna en hækkanir á almennu verðlagi á sama tíma. Verð til bænda hafi hins vegar hækkað mun meira, um rúm 90 prósent .
„Það hefur náðst með góðum árangri í útflutningi og hagræðingu í sláturiðnaðinum. Þrátt fyrir það er afurðaverð hér á Íslandi ennþá talsvert lægra en í nágrannalöndum okkar. Undanfarin misseri hefur það verið á svipuðu róli og í Póllandi.“

Um þriðjungur framleiðslunnar fluttur út

Þórarinn benti á að margvísleg tækifæri væru í útflutningi á lambakjöti. Ekki mætti hins vegar líta framhjá því að markmið sauðfjárbænda ætti fyrst og fremst að vera að sinna heimamarkaðinum vel. Um þriðjungur kjötframleiðslunnar væri fluttur út, eða um 3.000 tonn á ári. Það væri afar lítið í alþjóðlegu samhengi og það gæti líka skapað vandkvæði við útflutning. Engu að síður væri afar mikilvægt að vinna nýja markaði og sinna þeim sem fyrir væru því útflutningur hefði, eins og áður hefur komið fram, staðið að miklu leyti undir því hversu vel hefði gengið að hækka afurðaverð til bænda.

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...

Skeljungur kaupir Búvís
Fréttir 25. september 2023

Skeljungur kaupir Búvís

Samningar hafa tekist um kaup Skeljungs á öllu hlutafé í Búvís. Bæði fyrirtækin ...

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins
Fréttir 22. september 2023

Ævintýralegt ferðalag fjallkóngsins

Heimildamyndin Konungur fjallanna var frumsýnd 12. september í Bíóhúsinu á Selfo...

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi
Fréttir 22. september 2023

Sauðfjárafurðir af sjálfbæru beitilandi

Nú í haust verða íslenskar sauðfjárafurðir af vel grónu og sjálfbæru beitilandi ...

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...