Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kristrún Frostadóttir.
Kristrún Frostadóttir.
Fréttir 15. febrúar 2024

Áframhaldandi matvælaframleiðsla öryggismál

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir óásættanlegt hversu lág laun margir í bændastéttinni fá.

Útgangspunkturinn þegar farið verði í næstu búvörusamninga verði að tryggja lífsviðurværi þeirra. „Við getum ekki áfram verið að leysa kerfið með plástrum, það þarf heildrænni mynd,“ segir hún. Þetta snúist ekki bara um sértækan stuðning, heldur að fólk hafi í sig og á, geti verið stolt af sinni vinnu og hafi tækifæri til uppbyggingar. Þetta sagði Kristrún þegar flokkur hennar heimsótti Bændasamtökin og kynnti sér baráttumál bænda.

Vert sé að skoða hvort það sé hægt að breyta aðgangi bænda að fjármagni, hvort sem það sé í gegnum niðurgreiðslur eða í gegnum sjóði sem er hægt að sækja í. „Mér finnst ekkert óeðlilegt við að lánakjör og fjármagnskjör til uppbyggingar taki mið af heildarmyndinni,“ segir Kristrún. „Þetta er starfsemi sem er sérstök af því að hún er niðurgreidd af ríkinu að hluta til, en það er öryggismál að það verði áfram matvælaframleiðsla í landinu.“

Sem formaður í flokki sem berst fyrir hagsmunum launafólks segir Kristrún að þau vilji að fólk geti keypt mat á viðráðanlegu verði. 

Það þurfi hins vegar að hugsa um heildarmyndina og hvaðan maturinn komi, því fólk þurfi að geta haft atvinnu af matvælaframleiðslu til að tryggja öryggi landsins. Ekki sé rétt að bændur taki á sig erfiðar efnahagsaðstæður til að halda niðri verði, heldur sé hægt að leysa vanda fjölskyldna með húsnæðis- og barnabótum.

Þá segir hún hina svokölluðu gullhúðun hafa verið mikið til umræðu í þinginu. Fólk sé ekki neikvætt gagnvart EES-samningnum en það skipti máli að gætt sé að sérstöðu Íslands. Það sé verið að setja kröfur á bændur sem henti í margmilljónasamfélagi en ekki hér. Þetta séu hlutir sem þurfi að skoða og fá bændur meira að borðinu.

Skylt efni: Matvælaöryggi

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...