Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kristrún Frostadóttir.
Kristrún Frostadóttir.
Fréttir 15. febrúar 2024

Áframhaldandi matvælaframleiðsla öryggismál

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir óásættanlegt hversu lág laun margir í bændastéttinni fá.

Útgangspunkturinn þegar farið verði í næstu búvörusamninga verði að tryggja lífsviðurværi þeirra. „Við getum ekki áfram verið að leysa kerfið með plástrum, það þarf heildrænni mynd,“ segir hún. Þetta snúist ekki bara um sértækan stuðning, heldur að fólk hafi í sig og á, geti verið stolt af sinni vinnu og hafi tækifæri til uppbyggingar. Þetta sagði Kristrún þegar flokkur hennar heimsótti Bændasamtökin og kynnti sér baráttumál bænda.

Vert sé að skoða hvort það sé hægt að breyta aðgangi bænda að fjármagni, hvort sem það sé í gegnum niðurgreiðslur eða í gegnum sjóði sem er hægt að sækja í. „Mér finnst ekkert óeðlilegt við að lánakjör og fjármagnskjör til uppbyggingar taki mið af heildarmyndinni,“ segir Kristrún. „Þetta er starfsemi sem er sérstök af því að hún er niðurgreidd af ríkinu að hluta til, en það er öryggismál að það verði áfram matvælaframleiðsla í landinu.“

Sem formaður í flokki sem berst fyrir hagsmunum launafólks segir Kristrún að þau vilji að fólk geti keypt mat á viðráðanlegu verði. 

Það þurfi hins vegar að hugsa um heildarmyndina og hvaðan maturinn komi, því fólk þurfi að geta haft atvinnu af matvælaframleiðslu til að tryggja öryggi landsins. Ekki sé rétt að bændur taki á sig erfiðar efnahagsaðstæður til að halda niðri verði, heldur sé hægt að leysa vanda fjölskyldna með húsnæðis- og barnabótum.

Þá segir hún hina svokölluðu gullhúðun hafa verið mikið til umræðu í þinginu. Fólk sé ekki neikvætt gagnvart EES-samningnum en það skipti máli að gætt sé að sérstöðu Íslands. Það sé verið að setja kröfur á bændur sem henti í margmilljónasamfélagi en ekki hér. Þetta séu hlutir sem þurfi að skoða og fá bændur meira að borðinu.

Skylt efni: Matvælaöryggi

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...