Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ríflega 16 milljónum króna var úthlutað til 12 verkefna sem unnið verður að í Grímsey á næstu mánuðum.
Ríflega 16 milljónum króna var úthlutað til 12 verkefna sem unnið verður að í Grímsey á næstu mánuðum.
Mynd / Markaðsstofa Norðurlands
Fréttir 19. apríl 2022

Áform um að breyta gömlum stríðsbragga í menningarhús

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Rúmlega 16 milljónum króna hefur verð úthlutað vegna verkefna af ýmsu tagi í Grímsey. Úthlutunin er úr verkefninu Glæðum Grímsey sem er byggðaþróunarverkefni innan Brothættra byggða sem Byggðastofnun stendur að.

Að þessu sinni var um að ræða tvöfalda fjárhæð sem kom til úthlutunar, fyrir árin 2021 og 2022. Heildarkostnaður við verkefnin nemur um 55,5 milljónum króna en sótt var um styrki að upphæð 23,3 milljónir króna en rúmlega 16 milljónir voru til úhlutunar nú og skiptist féð niður á 12 verkefni. Þetta er síðasta úthlutun úr sjóðnum því verkefninu Glæðum Grímsey lýkur um áramót.

Bætt þjónusta við ferðamenn

Sem dæmi um verkefni má nefna að Muninn ehf. fékk 2,8 milljónir króna í verkefni sem snýst um að bæta þjónustu við ferðamenn í Grímsey með því að auka og bæta við framboð afþreyingar fyrir ferðamenn. Í verkefninu felst frekari fjárfesting, vöruþróun og markaðssetning á veitingavagni og sæþotuleigu.

Þá fékk Háskólinn á Hólum 1,8 milljónir vegna rannsóknar um ábyrga eyjaferðaþjónustu og er markmið þess að kanna hver ímynd Grímseyjar er í hugum íbúða og annarra. Kvenfélagið Baugur fékk 1,6 milljónir til að breyta leikskólanum í Múla í skrifstofuaðstöðu og markaðssetja hana til þeirra sem vinna störf án staðsetningar, einyrkja, frumkvöðla, rithöfunda og fræðimanna. Baugur fékk einnig 600 þúsund krónur til að halda sólstöðuhátíð í júní næstkomandi en slík hátíð hefur verið haldin um árabil í eynni.

Hreinsað í kringum vélaverkstæði

Félagið Hellugjögur fékk rúmlega 4,6 milljónir króna vegna verkefnis sem snýst um að breyta gömlum stríðsbragga og sambyggðum húsum sem gegnt hafa hlutverki vélaverkstæðis undanfarin 20 ár í fjölnota menningarhús. Féð fékkst til að hefja framkvæmdir við fyrsta áfanga verksins. Vélaverkstæði Sigurðar Bjarnasonar fékk 600 þúsund krónur vegna hreinsunarátaks, en verkstæðið hefur starfað í eynni undanfarna áratugi en færir starfsemi sína nú til Akureyrar. Verkefnið snýst um að flokka og flytja allt brotajárn, rusl og spilliefni í land.

Vöruþróun, menntabúðir og þættir fyrir ljósmyndara

Mayflor Perez Cajes fékk 800 þúsund krónur í styrk til að halda áfram að þróa vörur Grímsey Design, en ætlunin er m.a. að þróa aðferð til að styrkja svartfuglsegg sem notuð eru í lampa.

Hallgerður Gunnarsdóttir fékk eina milljón króna í styrk vegna verkefnis sem snýst um að setja upp menntabúðir við heimskautsbaug. Markmiðið er að fjölga í þeim hópi sem sækir Grímsey heim til að njóta náttúru og samfélags í gegnum fjölbreytt námskeið. Einar Guðmann fékk 800 þúsund krónur til að framleiða þrjá þætti á ensku til að vekja athygli á Grímey sem áfangastað fyrir landslags- og náttúruljósmyndara. Markmiðið er að laða sérstaklega að erlenda ljósmyndara og áhrifavalda. Vörulína fyrir Grímsey er verkefni sem Gyða Henningsdóttir stendur fyrir og hlaut það 700 þúsund krónur í styrk en það felst í að þróa vörulínu minjagripa og ljósmynda sem draga fram einkenni og sérstöðu Grímseyjar. 

Skylt efni: Grímsey | Glæðum Grímsey

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...