Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Áform dregin til baka
Mynd / Pixabay
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar sem gera átti innflutning á mjólkurosti með viðbættri jurtafitu tollfrjálsan, hafa verða afturkölluð að sinni.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni föstudaginn 21. febrúar. Áformin voru birt í Samráðsgátt stjórnvalda 10. febrúar og rann umsagnarfrestur út mánudaginn 24. febrúar.

Áhyggjur bænda af neikvæðum áhrifum

Í Facebook-færslu Hönnu Katrínar kom fram að hún hafi heyrt áhyggjur bænda af mögulegum neikvæðum áhrifum breytinganna á einhvern hluta innlendrar framleiðslu og samkeppnisstöðu bænda.

Í framhaldinu hefði hún átt samtal við Daða Má Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra og í kjölfarið ákvað hann að afturkalla áformin um breytingar að sinni og hefja frekari skoðun málsins og eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og neytenda í málinu.

Frekari skoðun og öflun gagna

Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn um málið segir að ástæða þess að ákveðið var að staldra við séu fyrrgreindar áhyggjur bænda af mögulegum neikvæðum áhrifum. „Nú hefst frekari skoðun málsins og samráð haft við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagmuni bænda og neytenda í þessu máli.

Frekari skoðun felst í því að afla gagna og eiga samtal við samtök bænda, innflytjenda og neytenda á grundvelli þeirra gagna sem aflað verður um innflutning, tollflokkun og alþjóðlegar skuldbindingar sem henni tengjast.“

Skylt efni: tollamál

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.