Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Áform dregin til baka
Mynd / Pixabay
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar sem gera átti innflutning á mjólkurosti með viðbættri jurtafitu tollfrjálsan, hafa verða afturkölluð að sinni.

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra tilkynnti um þetta á Facebook-síðu sinni föstudaginn 21. febrúar. Áformin voru birt í Samráðsgátt stjórnvalda 10. febrúar og rann umsagnarfrestur út mánudaginn 24. febrúar.

Áhyggjur bænda af neikvæðum áhrifum

Í Facebook-færslu Hönnu Katrínar kom fram að hún hafi heyrt áhyggjur bænda af mögulegum neikvæðum áhrifum breytinganna á einhvern hluta innlendrar framleiðslu og samkeppnisstöðu bænda.

Í framhaldinu hefði hún átt samtal við Daða Má Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra og í kjölfarið ákvað hann að afturkalla áformin um breytingar að sinni og hefja frekari skoðun málsins og eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og neytenda í málinu.

Frekari skoðun og öflun gagna

Í svari fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn um málið segir að ástæða þess að ákveðið var að staldra við séu fyrrgreindar áhyggjur bænda af mögulegum neikvæðum áhrifum. „Nú hefst frekari skoðun málsins og samráð haft við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagmuni bænda og neytenda í þessu máli.

Frekari skoðun felst í því að afla gagna og eiga samtal við samtök bænda, innflytjenda og neytenda á grundvelli þeirra gagna sem aflað verður um innflutning, tollflokkun og alþjóðlegar skuldbindingar sem henni tengjast.“

Skylt efni: tollamál

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...