Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Afli erlendra skipa í íslenskri lögsögu
Fréttir 8. desember 2017

Afli erlendra skipa í íslenskri lögsögu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Færeyskir línubátar hafa á tíu fyrstu mánuðum ársins veitt 5.386 tonn af bolfiski í íslenskri lögsögu. Þetta er aðeins meiri afli en í fyrra sem var 5.230 tonn. Norskir bátar veiddu 567 tonn af bolfiski á yfirstandandi vertíð.

Þorskaflinn er orðinn 2.268 tonn, samkvæmt því sem segir á vef Fiskistofu,  en á sama tíma í fyrra var hann 1.678 tonn. Heimildir færeyskra skipa til þorskveiða innan íslenskrar lögsögu er nú 2.400 tonn.

Færeysku skipin hafa því nýtt 94,5% af aflaheimildum í þorski á yfirstandandi ári. Af öðrum tegundum má nefna að færeyskir bátar veiddu 1.292 tonn af ýsu og 828 tonn af löngu á árinu.

Aflahæsti færeyski báturinn í bolfiski á yfirstandandi vertíð er Klakkur með 762 tonn og því næst Eivind með 671 tonn en alls hafa þrettán færeyskir línubátar komið til veiða í íslenskri landhelgi á árinu.

Loðnuafli færeyskra skipa á árinu er 15.021 tonn.

Norskir bátar veiddu 567 tonn af bolfiski á yfirstandandi vertíð, þar af 244 tonn af löngu og 216 tonn. Af keilu. Loðnuafli norskra skipa er 60.382 tonn.  Þá veiddu grænlensk skip 27.368 tonn af loðnu.

Skylt efni: Fiskveiðar | afli

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...