Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Afli erlendra skipa í íslenskri lögsögu
Fréttir 8. desember 2017

Afli erlendra skipa í íslenskri lögsögu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Færeyskir línubátar hafa á tíu fyrstu mánuðum ársins veitt 5.386 tonn af bolfiski í íslenskri lögsögu. Þetta er aðeins meiri afli en í fyrra sem var 5.230 tonn. Norskir bátar veiddu 567 tonn af bolfiski á yfirstandandi vertíð.

Þorskaflinn er orðinn 2.268 tonn, samkvæmt því sem segir á vef Fiskistofu,  en á sama tíma í fyrra var hann 1.678 tonn. Heimildir færeyskra skipa til þorskveiða innan íslenskrar lögsögu er nú 2.400 tonn.

Færeysku skipin hafa því nýtt 94,5% af aflaheimildum í þorski á yfirstandandi ári. Af öðrum tegundum má nefna að færeyskir bátar veiddu 1.292 tonn af ýsu og 828 tonn af löngu á árinu.

Aflahæsti færeyski báturinn í bolfiski á yfirstandandi vertíð er Klakkur með 762 tonn og því næst Eivind með 671 tonn en alls hafa þrettán færeyskir línubátar komið til veiða í íslenskri landhelgi á árinu.

Loðnuafli færeyskra skipa á árinu er 15.021 tonn.

Norskir bátar veiddu 567 tonn af bolfiski á yfirstandandi vertíð, þar af 244 tonn af löngu og 216 tonn. Af keilu. Loðnuafli norskra skipa er 60.382 tonn.  Þá veiddu grænlensk skip 27.368 tonn af loðnu.

Skylt efni: Fiskveiðar | afli

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...