Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þann 30. maí síðastliðinn lönduðu strandveiðibátar 373 tonnum, sem er dagsmet.
Þann 30. maí síðastliðinn lönduðu strandveiðibátar 373 tonnum, sem er dagsmet.
Mynd / VH
Fréttir 20. júní 2022

Aflamet slegið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýliðnum maí lönduðu alls 611 strandveiðibátar samtals 3.672 tonnum og hefur afli í maí aldrei verið meiri frá upphafi strandveiða árið 2009. Þar af var þorskur 3.293 tonn, sem er aukning um 699 tonn milli ára.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að á öllum svæðum við landið hafi afli aukist á milli ára. Hlutfallslega mest á svæði D, Hornafjörður – Borgarbyggð, um 46% og munar þar mestu um góðan ufsaafla.

Þann 30. maí var landað alls 373 tonnum sem er dagsmet. Fyrra metið var 28. júní á síðasta ári, 367 tonn.

Áætlað aflaverðmæti er 1.347 milljónir króna og er það mikil hækkun frá síðasta ári þegar afli í maí gaf um 755 milljónir.

Skylt efni: aflamet | strandveiði

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...