Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þann 30. maí síðastliðinn lönduðu strandveiðibátar 373 tonnum, sem er dagsmet.
Þann 30. maí síðastliðinn lönduðu strandveiðibátar 373 tonnum, sem er dagsmet.
Mynd / VH
Fréttir 20. júní 2022

Aflamet slegið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýliðnum maí lönduðu alls 611 strandveiðibátar samtals 3.672 tonnum og hefur afli í maí aldrei verið meiri frá upphafi strandveiða árið 2009. Þar af var þorskur 3.293 tonn, sem er aukning um 699 tonn milli ára.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að á öllum svæðum við landið hafi afli aukist á milli ára. Hlutfallslega mest á svæði D, Hornafjörður – Borgarbyggð, um 46% og munar þar mestu um góðan ufsaafla.

Þann 30. maí var landað alls 373 tonnum sem er dagsmet. Fyrra metið var 28. júní á síðasta ári, 367 tonn.

Áætlað aflaverðmæti er 1.347 milljónir króna og er það mikil hækkun frá síðasta ári þegar afli í maí gaf um 755 milljónir.

Skylt efni: aflamet | strandveiði

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...