Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nýja aðveitustöð RARIK á Sauðár­króki og nýir aflspennar teknir í hús.
Nýja aðveitustöð RARIK á Sauðár­króki og nýir aflspennar teknir í hús.
Fréttir 7. júlí 2021

Afhendingaröryggi eykst með öflugustu stöðinni í dreifikerfi RARIK

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Ný og stærri aðveitustöð RARIK á Sauðárkróki hefur verið tekin í notkun og var spennusett frá flutningskerfi Landsnets í byrjun júní. Hún verður jafnframt öflugasta aðveitustöðin í dreifikerfi RARIK. Um leið eykst til muna afhendingaröryggi raforku á svæðinu.

Dreifikerfi RARIK í Skagafirði tengist flutningskerfi Landsnets bæði í Varmahlíð og á Sauðárkróki. Fram til þessa hefur afhendingin á Sauðárkróki verið um einfalda línu Landsnets, en fer nú um tvær tengingar frá tengivirkinu í Varmahlíð. Aðveitustöð RARIK tengist dreifikerfinu síðan um þrjá aðskilda spenna á Sauðárkróki. Um er að ræða framkvæmdir fyrir um 370 milljónir. Þetta kemur fram á vefsíðu RARIK.

Stærri og fleiri spennar

Í nýju aðveitustöðinni á Sauðárkróki eru fleiri og öflugri spennar en fyrir voru í gömlu aðveitustöðinni. Hægt verður að reka innanbæjarkerfið á Sauðárkróki og sveitirnar í kring á hvorum hinna stóru spenna fyrir sig og má því segja að komin sé tvöföld tenging fyrir Sauðárkrók og jafnvel þreföld tenging fyrir sveitina ef tekin er með tenging við aðveitustöðina í Varmahlíð. Þar er nú verið að setja hluta Glaumbæjarlínu í jörð.

Rafmagnsleysi heyrir sögunni til

Undirbúningur þessa verks hefur staðið lengi og verið í góðu samstarfi við Landsnet. Búnaðurinn var prufukeyrður með góðum árangi áður en spennu var hleypt á, bæði Sauðárkrókslínu 2 sem er nýr jarðstrengur sem tengist nýju tengivirki Landsnets í Varmahlíð og í kjölfarið var nýja tengivirkið á Sauðárkróki spennusett. Samhliða þessu hefur RARIK endurnýjað nánast allan búnað sinn í tengivirkinu í Varmahlíð. Í nýrri Sauðárkrókslínu 2 hefur 66kV jarðstrengur verið lagður til viðbótar 66kV loftlínu sem fyrir var og því ættu óveður ekki lengur að valda rafmagnsleysi á svæðinu. Spennusetning nýrrar og stærri aðveitustöðvar RARIK á Sauðárkróki er síðan þriðji hlekkurinn í þessari endur­bóta­keðju.

Ánægjulegur áfangi

Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, segir á vefsíðu félagsins að endurbæturnar í Skagafirði séu ánægju­legur áfangi í auknu afhend­ingar­öryggi raforku á svæðinu.

„Það hefur verið vaxandi orkuþörf í takti við aukna uppbyggingu í Skagafirði og því mikilvægt að styrkja orkuflutning og dreifingu á svæðinu, en ekki síður að auka afhendingaröryggið. Við vonum að truflanir á raforkuafhendingu heyri brátt til algjörra undantekninga en þær hafa verið of algengar á síðustu árum. Því er ástæða til að óska Skagfirðingum til hamingju á þessum tímamótum,“ segir Tryggvi Þór.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...