Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar.
Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar.
Fréttir 18. desember 2014

Áfangasigur fyrir MS

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála ógildir ákvörðun um misnotkun MS á markaðsráðandi stöðu og fellir niður 370 milljóna króna sekt. Nefndin óskar frekari rannsóknar á tilteknum þætti málsins. Forstjóri MS segir að um misskilning á samspili laga hafi verið að ræða.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Mjólkursamsölunnar, þar sem fyrirtækinu var ákvörðuð 370 milljóna króna sekt vegna meintrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Er því beint til Samkeppniseftirlitsins að rannsaka tiltekna þætti málsins ítarlegar og taka nýja ákvörðun í málinu.

Málinu ekki lokið

„Þetta er vissulega áfangasigur,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, „málið telst ekki rannsakað til þeirrar niðurstöðu sem kynnt var og 370 milljóna króna sektin verður endurgreidd til MS.

Málinu er þó ekki að fullu lokið því  áfrýjunarnefndin vísar því til Samkeppniseftirlitsins að rannsaka betur þann þátt sem lýtur að samstarfi Mjólkursamsölunnar og Kaupfélags Skagfirðinga.“

Áfrýjunarnefndin villn skoða málið betur

„Áfrýjunarnefndin bendir á að samstarfssamningur Mjólkur­samsölunnar og Kaupfélags Skagfirðinga hafi ekki komið fram sem gagn í málinu fyrr en í áfrýjunarferli og að ekki hafi farið fram nægjanleg rannsókn á því hvernig fyrirtækin unnu á grundvelli hans.

Mjólkursamsalan áréttar að fyrirtækið veitti á öllum stigum málsins upplýsingar um efni samstarfsins og eðli þess sem byggði á þessum samningi. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur samt að þurft hefði að kanna málið betur og vísar því til Samkeppniseftirlitsins.

Mjólkursamsalan mun kappkosta að veita sem ítarlegastar upplýsingar í þeirri skoðun og telur að að þeirri rannsókn lokinni verði sýnt að fyrirtækið hafi ekki brotið samkeppnislög,“ segir Einar.

Misskilningur á samspili laga

Einar segir að Mjólkursamsalan sé einstakt fyrirtæki og um starfsemi þess þyrfti að ríkja sátt.
„Við munum því kappkosta að upplýsa um alla þá þætti sem áfrýjunarnefndin telur rétt að verði skoðaðir. Við teljum að niðurstaðan, sem nú hefur verið vikið til hliðar, hafi verið byggð á mistúlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga og misskilningi á þeim viðskiptum  sem verið var að bera saman.

Til að hægt sé að tala um að fyrirtækjum sé mismunað í viðskiptum eins og borið var á Mjólkursamsöluna verður að vera um að ræða sambærileg viðskipti en með mismunandi kjörum. Um það var ekki að ræða. Viðskiptin voru annars vegar hrein og skilmálalaus sala á mjólk til þriðja aðila og hins vegar miðlun á tilteknu magni hráefnis milli samstarfsaðila með skýrum skilmálum um til hvers hráefnið skyldi nýtt og hvert væri hámarksmagn, allt á grundvelli ákvæða búvörulaga. Þetta telur Mjólkursamsalan ekki unnt að leggja að jöfnu og því hafi ekki verið um mismunun að ræða. Af þeirri ástæðu telur fyrirtækið ljóst að það braut ekki samkeppnislög,“ segir í yfirlýsingu frá Einari Sigurðssyni, forstjóra MS.

Skylt efni: Mjólkursamsalan.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...