Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar.
Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar.
Fréttir 18. desember 2014

Áfangasigur fyrir MS

Höfundur: Vilmundur Hansen

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála ógildir ákvörðun um misnotkun MS á markaðsráðandi stöðu og fellir niður 370 milljóna króna sekt. Nefndin óskar frekari rannsóknar á tilteknum þætti málsins. Forstjóri MS segir að um misskilning á samspili laga hafi verið að ræða.

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í máli Mjólkursamsölunnar, þar sem fyrirtækinu var ákvörðuð 370 milljóna króna sekt vegna meintrar misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Er því beint til Samkeppniseftirlitsins að rannsaka tiltekna þætti málsins ítarlegar og taka nýja ákvörðun í málinu.

Málinu ekki lokið

„Þetta er vissulega áfangasigur,“ segir Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, „málið telst ekki rannsakað til þeirrar niðurstöðu sem kynnt var og 370 milljóna króna sektin verður endurgreidd til MS.

Málinu er þó ekki að fullu lokið því  áfrýjunarnefndin vísar því til Samkeppniseftirlitsins að rannsaka betur þann þátt sem lýtur að samstarfi Mjólkursamsölunnar og Kaupfélags Skagfirðinga.“

Áfrýjunarnefndin villn skoða málið betur

„Áfrýjunarnefndin bendir á að samstarfssamningur Mjólkur­samsölunnar og Kaupfélags Skagfirðinga hafi ekki komið fram sem gagn í málinu fyrr en í áfrýjunarferli og að ekki hafi farið fram nægjanleg rannsókn á því hvernig fyrirtækin unnu á grundvelli hans.

Mjólkursamsalan áréttar að fyrirtækið veitti á öllum stigum málsins upplýsingar um efni samstarfsins og eðli þess sem byggði á þessum samningi. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála telur samt að þurft hefði að kanna málið betur og vísar því til Samkeppniseftirlitsins.

Mjólkursamsalan mun kappkosta að veita sem ítarlegastar upplýsingar í þeirri skoðun og telur að að þeirri rannsókn lokinni verði sýnt að fyrirtækið hafi ekki brotið samkeppnislög,“ segir Einar.

Misskilningur á samspili laga

Einar segir að Mjólkursamsalan sé einstakt fyrirtæki og um starfsemi þess þyrfti að ríkja sátt.
„Við munum því kappkosta að upplýsa um alla þá þætti sem áfrýjunarnefndin telur rétt að verði skoðaðir. Við teljum að niðurstaðan, sem nú hefur verið vikið til hliðar, hafi verið byggð á mistúlkun á samspili samkeppnislaga og búvörulaga og misskilningi á þeim viðskiptum  sem verið var að bera saman.

Til að hægt sé að tala um að fyrirtækjum sé mismunað í viðskiptum eins og borið var á Mjólkursamsöluna verður að vera um að ræða sambærileg viðskipti en með mismunandi kjörum. Um það var ekki að ræða. Viðskiptin voru annars vegar hrein og skilmálalaus sala á mjólk til þriðja aðila og hins vegar miðlun á tilteknu magni hráefnis milli samstarfsaðila með skýrum skilmálum um til hvers hráefnið skyldi nýtt og hvert væri hámarksmagn, allt á grundvelli ákvæða búvörulaga. Þetta telur Mjólkursamsalan ekki unnt að leggja að jöfnu og því hafi ekki verið um mismunun að ræða. Af þeirri ástæðu telur fyrirtækið ljóst að það braut ekki samkeppnislög,“ segir í yfirlýsingu frá Einari Sigurðssyni, forstjóra MS.

Skylt efni: Mjólkursamsalan.

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f