Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ætla að auka vægi fjölskyldubúskapar
Fréttir 13. október 2022

Ætla að auka vægi fjölskyldubúskapar

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Sameinuðu þjóðirnar gáfu út fyrir nokkrum árum að áratugur fjölskyldubúskapar skyldi vera frá 2019-2028.

Markmiðið með því er að varpa ljósi á hvað það þýðir að stunda fjölskyldubúskap í heimi sem breytist hratt og sýna fram á mikilvægt hlutverk þess konar búskapar. Litið er á átakið sem lið Sameinuðu þjóðanna í að ná sjálfbærnimarkmiðum sínum.

Um 80% af þeim mat sem við neytum veltur á vinnu fjölskyldubúa um allan heim og því eru þessi bú í lykilstöðu til að eyða hungri og að móta framtíð matvæla.

Fjölskyldubúskapur býður upp á einstakt tækifæri til að tryggja fæðuöryggi, bæta lífskjör, fara betur með náttúruauðlindir, vernda umhverfið og ná fram sjálfbærri þróun, sérstaklega í dreifbýli. Fjölskyldubúskapur er í lykilstöðu til að gera matvælakerfi á hverju svæði sjálfbærari, en til þess þurfa stjórnvöld að styðja bændurna í að minnka matarsóun og að stjórna betur náttúruauðlindum. Ákall Sameinuðu þjóðanna er að til að auka vægi fjölskyldubúskapar og til að stuðla að nýliðun þurfi bændur að hafa aðgang að innviðum, tækni, nýsköpun og mörkuðum.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...