Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Ætla að auka vægi fjölskyldubúskapar
Fréttir 13. október 2022

Ætla að auka vægi fjölskyldubúskapar

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Sameinuðu þjóðirnar gáfu út fyrir nokkrum árum að áratugur fjölskyldubúskapar skyldi vera frá 2019-2028.

Markmiðið með því er að varpa ljósi á hvað það þýðir að stunda fjölskyldubúskap í heimi sem breytist hratt og sýna fram á mikilvægt hlutverk þess konar búskapar. Litið er á átakið sem lið Sameinuðu þjóðanna í að ná sjálfbærnimarkmiðum sínum.

Um 80% af þeim mat sem við neytum veltur á vinnu fjölskyldubúa um allan heim og því eru þessi bú í lykilstöðu til að eyða hungri og að móta framtíð matvæla.

Fjölskyldubúskapur býður upp á einstakt tækifæri til að tryggja fæðuöryggi, bæta lífskjör, fara betur með náttúruauðlindir, vernda umhverfið og ná fram sjálfbærri þróun, sérstaklega í dreifbýli. Fjölskyldubúskapur er í lykilstöðu til að gera matvælakerfi á hverju svæði sjálfbærari, en til þess þurfa stjórnvöld að styðja bændurna í að minnka matarsóun og að stjórna betur náttúruauðlindum. Ákall Sameinuðu þjóðanna er að til að auka vægi fjölskyldubúskapar og til að stuðla að nýliðun þurfi bændur að hafa aðgang að innviðum, tækni, nýsköpun og mörkuðum.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...