Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Erling Freyr Guðmundsson frá Ljósleiðaranum (t.v.), ásamt Margréti Tryggvadóttur og Benedikt Ragnarssyni frá Nova.
Erling Freyr Guðmundsson frá Ljósleiðaranum (t.v.), ásamt Margréti Tryggvadóttur og Benedikt Ragnarssyni frá Nova.
Mynd / Gunnar Svanberg
Fréttir 23. ágúst 2022

Aðgengi að ljósleiðara aukið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nova og Ljósleiðarinn hafa undirritað samning um nýtingu ljósleiðara á landsvísu, sem mun flýta fyrir uppbyggingu 5G.

Uppbyggingunni verður sérstaklega hraðað á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Þá hafa 65 sendar þegar verið settir upp í öllum landshlutum og er áætlað að þeir verði orðnir 200 árið 2024.

„5G Nova er nú þegar komið upp í öllum landshlutum og mun eflast hratt á næstu mánuðum þar sem samstarf félaganna gegnir lykilhlutverki. Fleiri og öflugri sendar auka öryggi landsmanna.

Nova hefur fjárfest umtalsvert í innviðum sínum á síðustu árum sem hefur gert félaginu kleift að stíga mikilvæg skref sem þessi og halda áfram að vera leiðandi og í fremstu röð í innleiðingu 5G á Íslandi,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.

99,9% þjóðarinnar með aðgengi að ljósleiðara

Samstarf Nova og Ljósleiðarans ýtir enn frekar undir það markmið stjórnvalda að fyrir árslok 2025 verði 99,9% þjóðarinnar með aðgengi að ljósleiðara.

„Aðgengi heimila, fyrirtækja og stofnana að öruggum fjarskiptum er mikilvægt í nútímasamfélagi. Uppbygging þessara innviða gegnir mikilvægu hlutverki í aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaði og ekki síst fyrir heildsölu- og stórnotendur á landsbyggðinni,“ bætir Margrét við.

„Við ætlum að leggja ljósleiðara- kerfi, sem getur borið yfir 1.000 þræði um allt land og með því fá allir landsmenn betra aðgengi og öruggari fjarskiptaþjónustu,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.

Að sögn hefur Nova verið í fararbroddi í innleiðingu nýjustu tækni og er komið lengst í uppbyggingu 5G á Íslandi.

Ljósleiðarinn samdi nýverið við utanríkisráðuneytið um afnot af tveimur af átta ljósleiðaraþráðum í ljósleiðarastreng NATO. Sá strengur liggur hringinn í kringum Ísland og til Vestfjarða.

Skylt efni: ljósleiðari

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...