Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsins úr síðasta tölublaði Bændablaðsins sérstaklega áhugaverða fyrir þær sakir hversu litla innsýn hann virðist hafa á nýsamþykktum breytingum á búvörulögum og stöðu bænda.

Þetta kemur fram í svari Þórarins Inga Péturssonar, þingmanns Framsóknarflokksins og sauðfjárbónda, hér í blaðinu við bréfi Páls Gunnars Pálssonar til bænda, þar sem hann gagnrýndi breytingar á búvörulögum sem veita kjötafurðastöðvum undanþágu frá samkeppnislögum til samvinnu og sameiningar.

Þórarinn Ingi Pétursson.
Einungis Matfugl, Stjörnugrís og Ísfugl

Þórarinn Ingi segir að Páll Gunnar hafi tiltekið í sinni grein að „Samkeppniseftirlitið hafi lýst jákvæðri afstöðu við upphaflegt frumvarp matvælaráðherra og að í umsögn við frumvarpið hafi eftirlitið lagt áherslu á að bændur myndu með skýrum hætti ráða þeim fyrirtækjum sem undanþágurnar tækju til. Með því hefðu skapast hvatar til að færa bændum meiri áhrif og völd í starfandi kjöt- afurðastöðvum.“ Staðreyndin væri hins vegar sú að aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið þessa undanþágu, Matfugl, Stjörnugrís og Ísfugl. „Hvernig áttu þessar breytingar að styrkja stöðu bænda? Stjórn hvers félags þarf alltaf að hafa hag félagsins að leiðarljósi, þó að fyrirtæki sé í eigu bænda þá eru þeir ekki að borga meira en fyrirtækið ræður við. Allt tal um aukin völd eru því hér innantómt hjal.

Þegar ljóst var að frumvarpið kæmi ekki til með að ná þeim tilgangi sem lagt var upp með í upphafi lagði meirihluti atvinnuveganefndar til nokkrar breytingar á frumvarpinu. Nefndin taldi nauðsynlegt að horfa til þess hvernig hægt væri að nálgast frumvarpið betur með það að markmiði að það myndi gagnast fleirum, þar með talið bændum,“ segir Þórarinn Ingi.

Skýrsla um reynsluna af undanþágureglu

Hann segir ástæðuna fyrir því að ekki var valin sú leið að fara í opinbera verðlagningu á kjötafurðum [líkt og gert var í mjólkuriðnaðinum], samhliða undanþágum frá samkeppnislögum, hafi verið sú að ákveðið var að treysta því að afurðastöðvarnar myndu skila hagræðingunni til bænda.

Ef það gerðist ekki væri næsta víst að afurðastöðvarnar muni ein af annarri fara að skella í lás, „því það er engin íslensk afurðastöð ef það er enginn íslenskur bóndi. Auk þess er rétt að geta þess og halda til haga að í lögunum er að finna ákvæði sem segir að fyrir lok árs árið 2028 skuli ráðherra flytja Alþingi skýrslu þriggja óháðra sérfræðinga á sviði hagfræði og samkeppnisrekstrar um reynsluna af framkvæmd undanþágureglu 71. gr. A og meta áhrif hennar m.a. með hliðsjón af markmiðsákvæðum laganna. Meta skal sérstaklega hver ávinningur bænda og neytenda hefur verið. Það verður fróðlegt að lesa þessa skýrslu eftir fjögur ár,“ segir Þórarinn Ingi í grein sinni.

– Sjá nánar á síðum 54–55. í nýju Bændablaði sem kom út í dag

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...