Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sveppamassi var bannaður í lífrænni grænmetisræktun frá 1. júlí 2013.
Sveppamassi var bannaður í lífrænni grænmetisræktun frá 1. júlí 2013.
Á faglegum nótum 18. nóvember 2015

Áburður í lífrænni grænmetisræktun

Höfundur: Christina Stadler
Frá og með 1. júlí 2013 var sveppamassi bannaður í lífrænni grænmetisræktun vegna þess að hann inniheldur hænsnaskít úr hefðbundinni hænsnarækt. 
 
Lífræn ræktun hænsnfugla er lítil sem engin á Íslandi og lítið sem fellur til af hænsnaskít sem myndi henta í lífrænt vottaðan sveppamassa. Áður höfðu grænmetisbændur í lífrænni ræktun einkum notað sveppamassa til áburðargjafar. Því var brýn þörf á því að finna aðra áburðargjafa sem uppfylla næringarþarfir plantna og má jafnframt nota í lífrænni ræktun. Í ljósi þessa var Landbúnaðarháskóli Íslands að fylgjast með niturlosun (N) úr mismunandi lífrænum áburðargjöfum. Verkefnastjóri var Christina Stadler og verkefnið var unnið í samstarfi við lífræna ræktendur og var stutt af Sambandi garðyrkjubænda. Niðurstöður úr pottatilraun með nokkrum mismunandi lífrænum áburðargjöfum voru kynntar í Bændablaðinu, 13. tölublaði, 04.07.2013, blað nr. 398. En núna verða kynntar niðurstöður úr gróðurhúsatilraunum með basilíku, tegund með stuttan vaxtartíma, og tómötum og papriku, tegundir með lengri vaxtartíma.
 
Tilraunaskipulag
 
Úrval úr þeim áburðartegundum, sem notaðar voru í pottatilraun, var prófað í gróðurhúsatilraunum. Notaður var sveppamassi, kúamolta, hænsnamolta, leifar frá fiskiðnaði (fiskimjöl) og innfluttur verksmiðjuframleiddur áburður Pioner complete 6-1-3® (fljótandi áburður sem byggist á sykurrófum og sykurreyr) í vorræktun af basilíku (Ocimum basilicum L., yrki 'Genovese'). Sveppamassi, kúamolta, fiskimjöl og Pioner-complete 6-1-3® var prófað í gróðurhúsatilraun með papriku (Capsicum annuum, yrki 'Ferrari') og tómötum (Lycopersicum esculentum MILL., yrki 'Encore' og 'Dirk'). Einnig var meðferð þar sem hvítsmára var sáð eftir útplöntun grænmetis.
 
Í töflu 1 hér á eftir má sjá magnhlutfall niturs (N) og kolefnis (C) í hverri áburðartegund fyrir sig og einnig hlutfall C/N en það skiptir miklu máli í ræktun. Niturinnihald var lágt í sveppamassa og moltu úr búfjáráburði (1,9-2,6 %) og mest í fiskimjöli (sjá töflu). Kolefnisinnihald var mjög mismunandi milli áburðargjafa og C/N hlutfall var almennt hærra í moltu úr búfjáráburði en í fiskimjöli og tilbúna áburðinum.
 
Samkvæmt niðurstöðum úr tilraunum með basilíku í Þýskalandi og einnig reynslu ræktenda á Íslandi var 1.000 mg af N í hvern pott blandað í moldina. Til viðmiðunar var notuð sama aðferð án áburðar. Sáð var 20 fræjum í hvern pott (10 cm) þann 21.03.2013. Basilíka var ræktuð undir háþrýsti-natríumlömpum (HPS) með 120 W/m2 topplýsingu í 18 klst. Hitastigið var 22 °C / 17 °C (dag / nótt) og loftræsting hófst við 24 °C. Uppskera og upptaka niturs í basilíku var mælt.
 
Jarðvegurinn fyrir tómata og papriku var með hátt hlutfall af lífrænu efni (Corg: 21 %) og vel hlaðið af næringarefnum (Nt: 1,4-1,5 %, pH: 6,3-6,4, PCAL: 309-321 mg/100 g þe., KCAL: 27-33 mg / 100 g þe.). Bil milli tómataplantna var 49,25 cm og 48,25 cm milli paprikuplantna og þéttleiki var 2,5 / 3,3 plöntur / m² (tómatar / paprika með 2 toppar / plöntu). Áburði var blandað í efri hluta jarðvegs. Borið var á 30 cm breitt svæði, alls 200 kg N / ha skipt í fernt (4 × 50) árið 2013 og 250 kg N / ha skipt í fimm hluta (5 × 50) árið 2014 yfir vaxtatímabilið, sem var sjö mánuðir. Til viðmiðunar var notuð sama aðferð án áburðar. Uppskera af tómötum og papriku var mæld og jarðvegssýni tekin reglulega og nítrat-N mælt. Ræktunartímabil var frá 09.04-28.10. 2013 og frá 19.03-14.10. 2014 (tómatar) og frá 17.04-25.11. 2013 (paprika). Hitastigið á tómötum var 21 °C / 17 °C (dag / nótt) og á papriku 24 °C / 18 °C (dag / nótt). Paprika var ræktuð undir háþrýsti-natríumlömpum (HPS) með 120 W/m2 topplýsingu í hámark 16 klst.
 
Niðurstöður og umræða
 
Pottatilraunin var gerð til að ákvarða uppskeru og nýtingu basilíku á nitri í lífrænum áburði. Fræ af basilíku spíraði aðeins í pottum án áburðar, með sveppamassa og með áburði frá kúm en ekki með hænsnamoltu, fiskimjöli eða Pioner complete 6-1-3®. Spírun var um 90 %. Þurrefni uppskeru af basilíku eftir mismunandi meðferð var mæld. Mikið illgresi var við notkun af kúamoltu. Þurrefni í uppskeru var ekki mismunandi milli meðferða við fyrstu uppskeru hvort sem uppskera var mæld með eða án illgresis. Uppskera af basilíku jókst verulega frá fyrstu uppskeru til annarra og einnig jókst uppskera af illgresi verulega. Í annarri uppskeru, eftir þrjá og hálfan mánuð, fékkst meira uppskera þar sem sveppamassi var notaður í samanburði við kúamoltu. En þegar illgresi var talið með var þurrefnis uppskera marktækt hærri í kúamoltu í samanburði við sveppamassa og án áburður (mynd 1).
 
Upptaka niturs í basilíku og illgresi var lág (mynd 2) og sambærileg við niðurstöður úr rýgresistilraun sem kynnt voru í Bændablaði nr. 398.
 
Vegna mikils N framboðs í jarðvegi úr gróðurhúsi var ekki marktækur munur milli áburðarliða í tómata og papriku uppskeru og jafnvel ekki í samanburði við liðinn án áburður (mynd 3). Heldur meiri uppskera fékkst árið 2014 við notkun á Pioner complete 6-1-3® en munur var ekki marktækur. Almennt var uppskeran lág. Ástæða þess var líklega mun minni náttúruleg sólarinngeislun á öllu vaxtartímabilinu samanborið við fyrri ár.
 
Áburður hafði veruleg áhrif á nítrat í jarðvegi (mynd 4). Aukning á nítrati í jarðvegi var hæst eftir notkun af fiskimjöli og Pioner complete 6-1-3®. Kúamolta og sveppamassi jók nítrat í jarðvegi mun minna í samanburði við fyrrnefnda áburði. Að sá smára með gaf enn minna nítrat í jarðvegi en viðmið án áburðar. Það jók nítrat í jarðveginum að hræra í efsta laginu nokkrum sinnum (t.d. við áburðargjöf) yfir vaxtatímabilið og ætti því að vera hluti af betri áburðarstjórnun.
 
Þegar einungis er verið að skoða kostnað við eitt kg af N, virðist sveppamassi vera ódýr áburður (tafla 2). Hins vegar, þegar athuguð er N nýting, eru bæði fiskimjöl (N nýting: um 75 % g 2.200 ISK fyrir 1 kg af lausu N) og Pioner complete 6-1-3® (N nýting: um 85 % g  2.500 ISK fyrir 1 kg af lausu N) ódýrara en sveppamassi (N nýting: um 10 % g næstum 3.000 ISK fyrir 1 kg af lausu N). Að taka fleiri ár í reikninginn myndi líklega jafna muninn, því að sveppamassi gefur ekki aðeins nítrat á áburðargjafarárinu.
 
Ályktun
 
Bann við notkun sveppamassa ætti í raun ekki að hafa áhrif á lífræna ræktun grænmetis þar sem til er að minnsta kosti jafn góður áburður (molta úr búfjáráburði) eða jafnvel betri áburður (t.d. fiskimjöl) á svipuðu verði á markaði.
 
Christina Stadler, Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Hveragerði

10 myndir:

Innflutningur á úkraínsku kjúklingakjöti
Fréttir 9. febrúar 2023

Innflutningur á úkraínsku kjúklingakjöti

Hátt í 80 tonn af frosnu kjúklingakjöti voru flutt hingað til lands frá Úkraínu ...

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. ...

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum
Fréttir 8. febrúar 2023

Samband neysluverðs og framleiðsluverðs í matvælum

Bændur og hinn almenni neytandi hafa lengið staðið bökum saman við að tryggja sa...

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...