Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Af hálendinu norðan Kerlingarfjalla, Hofsjökull í baksýn.
Af hálendinu norðan Kerlingarfjalla, Hofsjökull í baksýn.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. júní 2019

Á móti áformum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps leggst alfarið gegn áformum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en þau hafa verið kynnt sveit­arfélögum á umliðnum vikum. Í bókun sveitarstjórnar segir að helstu rökin sem borin hafi verið á borð fyrir sveitar­stjórnarfólk á fundum með mið­hálendisnefndinni séu að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að stofna þjóðgarðinn. 
 
Sveitarstjórnin telur að mörg mikilvæg verkefni kalli á athygli og aukið fjármagn og séu mun brýnni hagsmunamál náttúru og þjóðar en stofnun miðhálendisþjóðgarðs.
 
„Stofnun þjóðgarðs hefur óhjákvæmilega í för með sér að skipulagsvald sveitarfélaga skerðist. Lagaramminn um þjóðgarða er þess eðlis að verulegur hluti skipulagsvalds er færður frá sveitarstjórnum með stjórnunar- og verndaráætlunum sem binda hendur sveitarstjórna þegar m.a. kemur að ákvörðunum um landnýtingu, mannvirkjagerð, samgöngur og aðra innviði. Allir þeir meginþættir sem felast í skipulagsvaldi eru því færðir frá sveitarfélögunum,“ segir í bókun sveitarstjórnar Húnavatnshrepps. 
 
Víða pottur brotinn í viðhaldi
 
Þar kemur einnig fram að ekki sé viðunandi að stjórn og umráð yfir 40% af Íslandi verði í höndum fárra aðila. „Stöðugt er vegið að sjálfstæði landsbyggðarsveitarfélaga og þeim ekki treyst fyrir því landsvæði sem er innan þeirra sveitarfélagsmarka. Í ljósi reynslu sem komin er á rekstur þjóðgarða á Íslandi má glöggt sjá að mjög víða er pottur brotinn t.d. í viðhaldi vega, fráveitumála og merkingum svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mörg stór verkefni sem útheimta mikið fjármagn bíða framkvæmda í þjóðgörðum landsins.“
 
Því fái sveitarstjórn Húnavatns­hrepps ekki séð hvernig ríkinu eigi að takast að halda utan um, sinna og fjármagna, öll þau stóru verkefni sem munu bætast við verði miðhálendisþjóðgarður að veruleika. Allvíða á hálendinu þar sem ekki eru þjóðgarðar er þegar mjög vel haldið á málum.
 
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur af því áhyggjur að viðhald og uppbygging þeirra svæða á hálendinu  þar sem vel hefur verið haldið á málum færist aftarlega í röðina þegar kemur að úthlutun fjármagns til svæða í fyrirhuguðum þjóðgarði. 
 
„Í ljósi reynslunnar telur sveitarstjórn að þá muni þeim eignum sem áður voru í eigu og umsjá viðkomandi sveitarfélaga ekki verða viðhaldið og að endingu lokað. Á það bæði við um húsbyggingar og vegslóða eins og dæmi er um í Vatnajökulsþjóðgarði.“ 
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...