Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Af hálendinu norðan Kerlingarfjalla, Hofsjökull í baksýn.
Af hálendinu norðan Kerlingarfjalla, Hofsjökull í baksýn.
Mynd / HKr.
Fréttir 7. júní 2019

Á móti áformum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps leggst alfarið gegn áformum um stofnun miðhálendisþjóðgarðs, en þau hafa verið kynnt sveit­arfélögum á umliðnum vikum. Í bókun sveitarstjórnar segir að helstu rökin sem borin hafi verið á borð fyrir sveitar­stjórnarfólk á fundum með mið­hálendisnefndinni séu að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að stofna þjóðgarðinn. 
 
Sveitarstjórnin telur að mörg mikilvæg verkefni kalli á athygli og aukið fjármagn og séu mun brýnni hagsmunamál náttúru og þjóðar en stofnun miðhálendisþjóðgarðs.
 
„Stofnun þjóðgarðs hefur óhjákvæmilega í för með sér að skipulagsvald sveitarfélaga skerðist. Lagaramminn um þjóðgarða er þess eðlis að verulegur hluti skipulagsvalds er færður frá sveitarstjórnum með stjórnunar- og verndaráætlunum sem binda hendur sveitarstjórna þegar m.a. kemur að ákvörðunum um landnýtingu, mannvirkjagerð, samgöngur og aðra innviði. Allir þeir meginþættir sem felast í skipulagsvaldi eru því færðir frá sveitarfélögunum,“ segir í bókun sveitarstjórnar Húnavatnshrepps. 
 
Víða pottur brotinn í viðhaldi
 
Þar kemur einnig fram að ekki sé viðunandi að stjórn og umráð yfir 40% af Íslandi verði í höndum fárra aðila. „Stöðugt er vegið að sjálfstæði landsbyggðarsveitarfélaga og þeim ekki treyst fyrir því landsvæði sem er innan þeirra sveitarfélagsmarka. Í ljósi reynslu sem komin er á rekstur þjóðgarða á Íslandi má glöggt sjá að mjög víða er pottur brotinn t.d. í viðhaldi vega, fráveitumála og merkingum svo eitthvað sé nefnt. Ljóst er að mörg stór verkefni sem útheimta mikið fjármagn bíða framkvæmda í þjóðgörðum landsins.“
 
Því fái sveitarstjórn Húnavatns­hrepps ekki séð hvernig ríkinu eigi að takast að halda utan um, sinna og fjármagna, öll þau stóru verkefni sem munu bætast við verði miðhálendisþjóðgarður að veruleika. Allvíða á hálendinu þar sem ekki eru þjóðgarðar er þegar mjög vel haldið á málum.
 
Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur af því áhyggjur að viðhald og uppbygging þeirra svæða á hálendinu  þar sem vel hefur verið haldið á málum færist aftarlega í röðina þegar kemur að úthlutun fjármagns til svæða í fyrirhuguðum þjóðgarði. 
 
„Í ljósi reynslunnar telur sveitarstjórn að þá muni þeim eignum sem áður voru í eigu og umsjá viðkomandi sveitarfélaga ekki verða viðhaldið og að endingu lokað. Á það bæði við um húsbyggingar og vegslóða eins og dæmi er um í Vatnajökulsþjóðgarði.“ 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...