Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Elli Sig að keppa á Skeiðleikunum á Selfossi fyrr í sumar á Hnikari þar sem þeir náðu mjög góðum árangri. Einbeitingin leynir sér ekki hjá Ella og hestinum, stórkostlegt að sjá.
Elli Sig að keppa á Skeiðleikunum á Selfossi fyrr í sumar á Hnikari þar sem þeir náðu mjög góðum árangri. Einbeitingin leynir sér ekki hjá Ella og hestinum, stórkostlegt að sjá.
Mynd / MHH
Fréttir 28. ágúst 2019

Á keppnisvellinum í 63 ár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Erlingur Ólafur Sigurðsson, eða Elli Sig eins og hann er alltaf kallaður, kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að hestamennskunni. Um þessar mundir eru 50 ár síðan Elli tók fyrsta skeiðsprettinn í keppni en knapaferillinn er öllu lengri.
 
Fyrsta skeiðkeppnin var á hestinum Hrefnublakki frá Dalasýslu árið 1969. Elli segist elska skeið því það sé hraðinn, krafturinn og keppni hestsins og knapans og ekki síst gleðin, sem fylgi því að ríða skeið, sem geri gangtegundina heillandi.
 
Heldur upp á skeiðið
 
„Skeiðið er göfugasta og áreynslumesta gangtegundin, knapi og hestur verða að skilja hvor annan,“ segir Elli, sem er 77 ára gamall. Besta tímanum hefur Elli náð á Hnikari, eða 14,18 sekúndum í 150 metra skeiði og 22,2 sekúndum í 250 metra skeiði. „Hnikar er stórbrotinn gæðingur, mikill vinur minn, og einstakur karakter, samvinnuþýður eins og ég,“ segir Elli og skellir upp úr. Hnikar er 20 vetra og hafa þeir félagar verið saman í leik og gleði í 11 ár. Hesturinn er frá Ytra-Dalsgerði. Móðir er Gjálp frá Ytra-Dalsgerði og faðir er Álfur frá Akureyri. Hnikar er úr ræktun Kristins Hugasonar. 
 
Byrjaði 14 ára gamall
 
„Ég byrjaði minn knapaferil 1956 í 250 metra stökki hjá Fáki á gamla vellinum við Elliðaár,  þá 14 ára gamall. Ég keppti á hesti sem hét Hringur, sem Guðmundur Ólafsson, fyrrverandi formaður Fáks, átti og lenti þar í úrslitum. Það þótti nokkuð góður árangur hjá svo ungum byrjanda.“
 
Landsmótið á Þingvöllum 1958
 
„Fyrsta landsmótið mitt sem ég tók þátt í var árið 1958 á Þingvöllum. Þar keppti ég í 300 metra stökki og var þar í öðru sæti á hesti sem hét Fengur frá Miðfossum í Borgarfirði. Eigandi var Birna Norðdahl,“ segir Elli þegar hann rifjar upp fyrstu skrefin sín á keppnisvellinum. „Mér reiknast til að ég hafi verið í 63 ár á keppnisbrautinni og keppt á flest öllum landsmótum og tekið þátt í ansi mörgum mótum þess utan. Ég hef keppt á einu Evrópumóti sem var í Austurríki 1987, þar varð ég í verðlaunasæti á hestinum Þrymi frá Brimnesi í Skagafirði. „Það var mikil upplifun og gaman að fara utan, og það var mér mikill heiður að fá að keppa fyrir landið mitt Ísland, það fer seint úr minni mínu,“ segir Elli að lokum. 

Skylt efni: Elli Sig

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...