Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Melarétt í Fljótsdal. Hér má á loftmynd sjá safnhólfið krökkt af kindum og búið að draga nokkurt fé í eina átta af þrettán dilkum. Heimtur voru þokkalegar en veður válynd þótt betur færi en á horfðist um tíma.
Melarétt í Fljótsdal. Hér má á loftmynd sjá safnhólfið krökkt af kindum og búið að draga nokkurt fé í eina átta af þrettán dilkum. Heimtur voru þokkalegar en veður válynd þótt betur færi en á horfðist um tíma.
Mynd / Gunnar Gunnarsson
Fréttir 26. september 2024

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Réttað var í Fljótsdal um miðjan september, í Melarétt.

Þrátt fyrir spá um leiðindaveður víða um land slapp til með göngur og réttir en kalsaveður, þokur og dumbungur settu þó sitt mark á smalamennskuna.

Um eða yfir 4.000 fjár er smalað til Melaréttar og það reiknað í um 140 dagsverkum. Samkvæmt gangnaseðli eru það fjárbýlin Arnheiðarstaðir, Bessastaðagerði, Brekka, Brekkugerði, Egilsstaðir, Eyrarland, Fremri-Víðivellir, Glúmsstaðir 2, Hrafnkelsstaðir, Langhús, Melar og Valþjófsstaður II sem draga fé sitt í dilka í Melarétt. Það svæði sem smalað er tekur m.a. til Rana, undir Fell, Múla, Gilsárdals, Villingadals, Flatarheiðar, Kiðafells og Útheiðar. Jafnan er fyrsta ganga farin í Fell, svo í Rana, síðan á Hraun og Kiðafell, þá Múla og síðast Útheiði.

Fé af Jökuldal, 100–200 kindur, og eitthvað svipað eða nokkru minna úr Fellum, slæmist gjarnan saman við Fljótsdalsféð og jafnvel líka fé utan úr Hróarstungu.

Þegar flest fé var í Fljótsdal var um 9.000 vetrarfóðrað en er nú um 4.500 talsins.

Líklega má segja að Melarétt sé helsta réttin sem eftir er á Austurlandi en vissulega eru þær fleiri, hingað og þangað um fjórðunginn.

14 myndir:

Skylt efni: réttir | fjárréttir

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...