Melarétt í Fljótsdal. Hér má á loftmynd sjá safnhólfið krökkt af kindum og búið að draga nokkurt fé í eina átta af þrettán dilkum. Heimtur voru þokkalegar en veður válynd þótt betur færi en á horfðist um tíma.
Melarétt í Fljótsdal. Hér má á loftmynd sjá safnhólfið krökkt af kindum og búið að draga nokkurt fé í eina átta af þrettán dilkum. Heimtur voru þokkalegar en veður válynd þótt betur færi en á horfðist um tíma.
Mynd / Gunnar Gunnarsson
Fréttir 26. september 2024

Á fimmta þúsund fjár stefnt í Melarétt

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Réttað var í Fljótsdal um miðjan september, í Melarétt.

Þrátt fyrir spá um leiðindaveður víða um land slapp til með göngur og réttir en kalsaveður, þokur og dumbungur settu þó sitt mark á smalamennskuna.

Um eða yfir 4.000 fjár er smalað til Melaréttar og það reiknað í um 140 dagsverkum. Samkvæmt gangnaseðli eru það fjárbýlin Arnheiðarstaðir, Bessastaðagerði, Brekka, Brekkugerði, Egilsstaðir, Eyrarland, Fremri-Víðivellir, Glúmsstaðir 2, Hrafnkelsstaðir, Langhús, Melar og Valþjófsstaður II sem draga fé sitt í dilka í Melarétt. Það svæði sem smalað er tekur m.a. til Rana, undir Fell, Múla, Gilsárdals, Villingadals, Flatarheiðar, Kiðafells og Útheiðar. Jafnan er fyrsta ganga farin í Fell, svo í Rana, síðan á Hraun og Kiðafell, þá Múla og síðast Útheiði.

Fé af Jökuldal, 100–200 kindur, og eitthvað svipað eða nokkru minna úr Fellum, slæmist gjarnan saman við Fljótsdalsféð og jafnvel líka fé utan úr Hróarstungu.

Þegar flest fé var í Fljótsdal var um 9.000 vetrarfóðrað en er nú um 4.500 talsins.

Líklega má segja að Melarétt sé helsta réttin sem eftir er á Austurlandi en vissulega eru þær fleiri, hingað og þangað um fjórðunginn.

14 myndir:

Skylt efni: réttir | fjárréttir

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...