Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi á glæsilega uppgerðum 70 ára gömlum Farmall.
Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi á glæsilega uppgerðum 70 ára gömlum Farmall.
Líf&Starf 5. ágúst 2015

Á 70 ára gömlum Farmall frá Reykhólum

Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi er eigandi glæsilegrar 70 ára gamallar Farmall-dráttarvélar sem átti afmæli á dögunum. Kom vélin ný að Mýrartungu í Reykhólasveit 13. júlí árið 1945. 
 
Unnsteinn sýndi vélina á Hvanneyrarhátíðinni, en hún var notuð við margvísleg landbúnaðarstörf fram yfir 1970. Þá var búskap hætt á bænum eftir margra mannsaldra búsetu. Var vélin þá seld að bænum Grund þar sem hún hefur verið síðan. Vélin hefur því einungis verið á tveimur bæjum alla sína tíð. 
Unnsteinn segir að þegar vélin kom að Grund hafi hún verið ógangfær. 
 
„Við gerðum hana gangfæra og notuðum hana svolítið, en síðan gerði ég hana upp.“
Unnsteinn segir ekki mikið mál að fá varahluti í þessar gömlu vélar frá Bandaríkjunum. Hann segir mikinn áhuga vera fyrir endursmíði gamalla dráttarvéla og bifreiða í Reykhólasveit. Á síðustu Reykhóladögum, sem er bæjarhátíð íbúa á staðnum, mættu bændur á einum 30  dráttarvélum, flestum uppgerðum af mikilli snilld.  

2 myndir:

Skylt efni: Farmall | Búvélasafn

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar
Fréttir 15. janúar 2025

Fjögur áherslumál í landbúnaði í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar

Í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar, sem gefin var út 21. desember, eru fjö...

Undanþágan beint til Hæstaréttar
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án...

MS heiðraði sjö starfsmenn
Fréttir 14. janúar 2025

MS heiðraði sjö starfsmenn

Sjö starfsmönnum MS á Selfossi var veitt starfsaldursviðurkenning á dögunum fyri...

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur
Fréttir 14. janúar 2025

Fálkaorða fyrir plöntukynbætur

Þorsteinn Tómasson plöntuerfðafræðingur hlaut riddarakross hinnar íslensku fálka...