Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi á glæsilega uppgerðum 70 ára gömlum Farmall.
Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi á glæsilega uppgerðum 70 ára gömlum Farmall.
Líf&Starf 5. ágúst 2015

Á 70 ára gömlum Farmall frá Reykhólum

Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi er eigandi glæsilegrar 70 ára gamallar Farmall-dráttarvélar sem átti afmæli á dögunum. Kom vélin ný að Mýrartungu í Reykhólasveit 13. júlí árið 1945. 
 
Unnsteinn sýndi vélina á Hvanneyrarhátíðinni, en hún var notuð við margvísleg landbúnaðarstörf fram yfir 1970. Þá var búskap hætt á bænum eftir margra mannsaldra búsetu. Var vélin þá seld að bænum Grund þar sem hún hefur verið síðan. Vélin hefur því einungis verið á tveimur bæjum alla sína tíð. 
Unnsteinn segir að þegar vélin kom að Grund hafi hún verið ógangfær. 
 
„Við gerðum hana gangfæra og notuðum hana svolítið, en síðan gerði ég hana upp.“
Unnsteinn segir ekki mikið mál að fá varahluti í þessar gömlu vélar frá Bandaríkjunum. Hann segir mikinn áhuga vera fyrir endursmíði gamalla dráttarvéla og bifreiða í Reykhólasveit. Á síðustu Reykhóladögum, sem er bæjarhátíð íbúa á staðnum, mættu bændur á einum 30  dráttarvélum, flestum uppgerðum af mikilli snilld.  

2 myndir:

Skylt efni: Farmall | Búvélasafn

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...