Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi á glæsilega uppgerðum 70 ára gömlum Farmall.
Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi á glæsilega uppgerðum 70 ára gömlum Farmall.
Líf&Starf 5. ágúst 2015

Á 70 ára gömlum Farmall frá Reykhólum

Unnsteinn Ólafsson á Grund í Reykhólahreppi er eigandi glæsilegrar 70 ára gamallar Farmall-dráttarvélar sem átti afmæli á dögunum. Kom vélin ný að Mýrartungu í Reykhólasveit 13. júlí árið 1945. 
 
Unnsteinn sýndi vélina á Hvanneyrarhátíðinni, en hún var notuð við margvísleg landbúnaðarstörf fram yfir 1970. Þá var búskap hætt á bænum eftir margra mannsaldra búsetu. Var vélin þá seld að bænum Grund þar sem hún hefur verið síðan. Vélin hefur því einungis verið á tveimur bæjum alla sína tíð. 
Unnsteinn segir að þegar vélin kom að Grund hafi hún verið ógangfær. 
 
„Við gerðum hana gangfæra og notuðum hana svolítið, en síðan gerði ég hana upp.“
Unnsteinn segir ekki mikið mál að fá varahluti í þessar gömlu vélar frá Bandaríkjunum. Hann segir mikinn áhuga vera fyrir endursmíði gamalla dráttarvéla og bifreiða í Reykhólasveit. Á síðustu Reykhóladögum, sem er bæjarhátíð íbúa á staðnum, mættu bændur á einum 30  dráttarvélum, flestum uppgerðum af mikilli snilld.  

2 myndir:

Skylt efni: Farmall | Búvélasafn

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...