Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Gíraffar eru meðal tegunda stórra spendýra sem eru í útrýmingarhættu.
Gíraffar eru meðal tegunda stórra spendýra sem eru í útrýmingarhættu.
Fréttir 20. febrúar 2019

96% lífmassa spendýra á jörðinni er fólk og búfé

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrot- og tilgangslausar veiðar á stórum spendýrum eru komnar að þeim mörkum að flestar tegundir eru að nálgast að vera eða eru í útrýmingarhættu.

Samkvæmt yfirlýsingu frá International Union for Conservation of Nature teljast til stórra spendýra fílar, górillur, gíraffar, flóðhestar, nashyrningar og stórir hvalir svo dæmi séu nefnd. Auk þess sem villtir strútfuglar og fleiri villtar dýrategundir teljast með í flokki stórra dýra sem eru á válista.
Í þessu sambandi er áhugavert að líta til lífmassa spendýra í heiminum, um 4% massans eru villt spendýr en 96% er fólk og búfé.

59% á válista

Greining á 362 tegundum stórra dýra­tegunda sýnir að um 70% þeirra eru á undanhaldi hvað fjölda varðar, 59% eru skráð sem tegund í útrýmingarhættu.

Helsta ástæða fækkunar stórra spendýra er talin vera veiðar, síðan ört minnkandi búsvæði vegna útbreiðslu ræktarlands og stækkun borga, mengun og eiturefni í umhverfinu og samkeppni við aðrar og ágengar dýrategundir sem sækja inn á búsvæði dýranna.

Veiðar helsta ástæða fækkunar

Veiðar, hvort sem um löglegar eða ólöglegar veiðar er að ræða, eru sagðar helsta ástæða þess að stórum villtum skepnum hefur fækka mikið undanfarna áratugi. Til löglegra en gersamlega tilgangslausra veiða telst þegar keypt eru veiðileyfi til að skjóta ljón, gíraffa eða önnur stór dýr sér til gamans. Til ólöglegra veiða er þegar dýr eru drepin til að skera af þeim tennur, horn eða aðra líkamshluta sem seldir eru á svörtum markaði.

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...