Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
50 látnir í Rússlandi vegna svínaflensu
Fréttir 2. febrúar 2016

50 látnir í Rússlandi vegna svínaflensu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt frétt ATP hafa að minnsta kosti 50 manns látist í Rússlandi í þessum mánuði vegna svínaflensu sem breiðist hratt út í landinu. Sýkingin stafar af vírus sem kallast H1N1.

Heilbrigðisyfirvöld í Rostov segja að átta manns hafi látist af völdum svínaflensunnar þar á síðustu dögum og 11 hafa látist í nágrenni við Volgograd. Flensan hefur einnig tekið sinn toll í norðurhluta Kákasus þar sem vitað er um dauða fjögurra fullorðinna og eins barns að hennar völdum og tveir liggja illa haldnir á spítala af hennar völdum austur við Úralfjöll. Auk þess sem fregnir berast af sýkingum á Krímskaga og við Svartahaf og víðar í landinu.

Svínaflensufaraldurinn er ekki bundinn við Rússland því átján dauðsföll af hans völdum eru skráð í fyrrum Sovétríkinu Armeníu það sem af er þessu ári. Tilkynnt hefur verið um þrjú dauðsföll í Georgíu, 112 í Íran og þar í landi hafa yfir þúsund manns leitað á sjúkrahús vegna hugsanlegrar sýkingar frá því í nóvember á síðasta ári.

Talið er að H1N1 vírusinn hafi valdið dauða tæplega tuttugu þúsund manna í 214 löndum á síðustu fimm árum en fyrstu alvarlegu tilfelli hans komu upp í Mexíkó og Bandaríkjunum sumarið 2009 samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...