Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
50 látnir í Rússlandi vegna svínaflensu
Fréttir 2. febrúar 2016

50 látnir í Rússlandi vegna svínaflensu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt frétt ATP hafa að minnsta kosti 50 manns látist í Rússlandi í þessum mánuði vegna svínaflensu sem breiðist hratt út í landinu. Sýkingin stafar af vírus sem kallast H1N1.

Heilbrigðisyfirvöld í Rostov segja að átta manns hafi látist af völdum svínaflensunnar þar á síðustu dögum og 11 hafa látist í nágrenni við Volgograd. Flensan hefur einnig tekið sinn toll í norðurhluta Kákasus þar sem vitað er um dauða fjögurra fullorðinna og eins barns að hennar völdum og tveir liggja illa haldnir á spítala af hennar völdum austur við Úralfjöll. Auk þess sem fregnir berast af sýkingum á Krímskaga og við Svartahaf og víðar í landinu.

Svínaflensufaraldurinn er ekki bundinn við Rússland því átján dauðsföll af hans völdum eru skráð í fyrrum Sovétríkinu Armeníu það sem af er þessu ári. Tilkynnt hefur verið um þrjú dauðsföll í Georgíu, 112 í Íran og þar í landi hafa yfir þúsund manns leitað á sjúkrahús vegna hugsanlegrar sýkingar frá því í nóvember á síðasta ári.

Talið er að H1N1 vírusinn hafi valdið dauða tæplega tuttugu þúsund manna í 214 löndum á síðustu fimm árum en fyrstu alvarlegu tilfelli hans komu upp í Mexíkó og Bandaríkjunum sumarið 2009 samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO).

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...