Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Mótasvæði Sleipnis á Selfossi.
Mótasvæði Sleipnis á Selfossi.
Mynd / Hestamannafélagið Sleipnir
Fréttir 26. júní 2023

45 ár frá fyrsta Íslandsmótinu

Höfundur: Þórdís Anna Gylfadóttir

Magnús Benediktsson er einnig framkvæmdastjóri Íslandsmótsins ungmenna og fullorðinna sem fer fram á Brávöllum á félagssvæði hestamannafélagsins Sleipnis á Selfossi daganna 28. júní til 2. júlí nk.

Fyrsta Íslandsmótið í hestaíþróttum var einmitt haldið á Selfossi fyrir 45 árum síðan. „Þá voru skráningar á mótinu öllu 105 talsins og keppt var eingöngu í unglingaflokki og fullorðinsflokki. Í fullorðinsflokkum varð Sigfús Guðmundsson Íslandsmeistari í tölti á Þyt frá Hamarshjáleigu, Trausti Þór Guðmundsson sigraði fjórgang á Svarta-Blesa frá Hindisvík og Reynir Aðalsteinsson stóð efstur á Penna frá Skollagróf í fimmgangi,“ segir Magnús.

Þá var einnig keppt í gæðingaskeiði og þar sigraði Sigurbjörn Bárðarson á Garpi frá Oddstöðum í Lundarreykjadal. „Keppnisvöllurinn frá því á Íslandsmótinu 1978 stendur enn á Brávöllum og er staðsettur á milli húsaraðanna við félagsheimilið. Þá var engin skeiðbraut til, heldur var bílvegurinn eða hesthúsavegurinn bara snúraður upp og nýttur sem skeiðbraut fyrir keppni í gæðingaskeiði,“ segir Sigurbjörn, spurður um þátttöku sína á þessu fyrsta Íslandsmóti sem haldið var.

Ný keppnisgrein – gæðingalist

Á Íslandsmótinu í ár verður keppt í fyrsta sinn í nýrri keppnisgrein Landssam- bands hestamannafélaga, gæðingalist, og því ljóst að krýndur verður Íslands- meistari í gæðingalist í fyrsta sinn á Íslandsmótinu á Selfossi 2023.

„Á mótinu í ár eru einkunnalágmörk í allar greinar mótsins, ólíkt því sem var til dæmis í fyrra, þá voru stöðulistar sem giltu inn á mótið og 30 efstu í hverri grein var boðin þátttaka. Stærð mótsins og fjöldi hesta sem mun taka þátt í mótinu er því óljós eins og staðan er núna en ætti að skýrast á næstu dögum þegar þeim mótum sem gilda inn á Íslandsmót lýkur. Íslandsmótið í hestaíþróttum verður í beinni útsendingu á aðalrás RÚV sunnudaginn 2. júlí og stefnt er að því að sýna frá öllum átta úrslitum mótsins,“ segir Magnús.

Íslandsmótið í hestaíþróttum er einnig síðasta íþróttamótið sem haldið er áður en landslið Íslands í hestaíþróttum verður valið. „Íslandsmótið er síðasta mótið sem knapar hafa til að sýna sig og sanna. Að því loknu verður landsliðið endanlega valið og það verður svo tilkynnt formlega föstudaginn 7. júlí,“ segir Sigurbjörn Bárðarson, landsliðseinvaldur í hestaíþróttum.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...