Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
43 tonn af unnum kjötvörum fluttar inn
Fréttir 11. júlí 2016

43 tonn af unnum kjötvörum fluttar inn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtals bárust fimmtán gild tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á nauta-, svína-, kinda-, geita- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum og eggjum fyrir tímabilið 1. júlí  til 31. desember 2016.

Fimm tilboð bárust um innflutning á nautagripakjöti, samtals 56.200 kíló, á meðalverðinu 118 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 630 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 5 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 47.500 kg á meðalverðinu 138 krónur fyrir kílóið.

31 tonn af svínakjöti

Fjögur tilboð bárust um innflutning á svínakjöti, samtals 31.300 kíló, á meðalverðinu 59 krónur fyrir kílóið.  Hæsta boð var 270 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 31.300 kg á meðalverðinu 59 krónur fyrir kílóið. Til úthlutunar voru 32.000 kg.

Ekki kom til útboðs á kinda- og geitakjöti

Ein umsókn barst um innflutning á kinda- eða geitakjöti, samtals 30.000 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 172.500 kíló.

29,5 tonn af alifuglakjöti

Átta tilboð bárust um innflutning á kjöti af alifuglum, samtals 147.500 kíló, á meðalverðinu 309 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 580 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 29.500 kíló á meðalverðinu 546 krónur fyrir kílóið.

59,5 tonn af osti

Þrjár umsóknir bárust um innflutning á smjöri, samtals 17.000 kíló. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 26.500 kíló.

Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum, samtals 154.000 kíló, á meðalverðinu 232 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 390 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 11 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 59.500 kíló á meðalverðinu 306 krónur fyrir kílóið.

37 tonn af eggjum

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á eggjum, samtals 37.000 kíló, á meðalverðinu 20 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 100 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 37.000 kíló á meðalverðinu 20 krónur fyrir kílóið. Til úthlutunar voru 38.000 kg.

43 tonn af unnum kjötvörum

Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum, samtals 150.400 kíló, á meðalverðinu 404 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 630 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 43.000 kíló á meðalverðinu 568 krónur fyrir kílóið.

 

Skylt efni: matvörur | innflutningur

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f