Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
31% fækkun gjaldþrota
Fréttir 12. maí 2016

31% fækkun gjaldþrota

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skráð gjaldþrot í mars 2016 voru 120. Gjaldþrotum í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum fækkaði um 31%.

Gjaldþrotum fyrirtækja síðustu 12 mánuði, frá apríl 2015 til mars 2016, hefur fækkað um 15% í samanburði við 12 mánuði þar á undan.

Alls voru 673 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, borið saman við 792 á fyrra tímabili. Á heimasíðu Hagstofu Íslands segir að hlutfallslega hafi gjaldþrotum fækkað mest í fasteignaviðskiptum, um 35%. Einnig má nefna fækkun gjaldþrota í rekstri gististaða og veitingarekstri um 32%. Gjaldþrotum fækkaði frá fyrri 12 mánuðum í öllum helstu atvinnugreinabálkum nema í leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu, þar sem þeim fjölgaði um 6%.

Nýskráningar einkahlutafélaga í mars 2016 voru 261. Síðustu 12 mánuði, frá apríl 2015 til mars 2016, hefur nýskráningum einkahlutafélaga fjölgað um 14% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.465 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, borið saman við 2.161 á fyrri 12 mánuðum.

Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest í fasteignaviðskiptum þar sem þeim fjölgar úr 230 í 394, eða um 71% á síðustu 12 mánuðum. Meðal annarra greina þar sem nýskráningum hefur fjölgað má nefna leigustarfsemi og ýmsa sérhæfða þjónustu þar sem nýskráningum fjölgaði úr 157 í 204 (30%) og rekstur gististaða og veitingarekstur þar sem fjölgunin var úr 142 í 172 nýskráningar (21%).  Mest hlutfallsleg fækkun nýskráninga var í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á ökutækjum, eða um 7% frá fyrra tímabili.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...