Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
31% fækkun gjaldþrota
Fréttir 12. maí 2016

31% fækkun gjaldþrota

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skráð gjaldþrot í mars 2016 voru 120. Gjaldþrotum í landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum fækkaði um 31%.

Gjaldþrotum fyrirtækja síðustu 12 mánuði, frá apríl 2015 til mars 2016, hefur fækkað um 15% í samanburði við 12 mánuði þar á undan.

Alls voru 673 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta á tímabilinu, borið saman við 792 á fyrra tímabili. Á heimasíðu Hagstofu Íslands segir að hlutfallslega hafi gjaldþrotum fækkað mest í fasteignaviðskiptum, um 35%. Einnig má nefna fækkun gjaldþrota í rekstri gististaða og veitingarekstri um 32%. Gjaldþrotum fækkaði frá fyrri 12 mánuðum í öllum helstu atvinnugreinabálkum nema í leigustarfsemi og ýmissi sérhæfðri þjónustu, þar sem þeim fjölgaði um 6%.

Nýskráningar einkahlutafélaga í mars 2016 voru 261. Síðustu 12 mánuði, frá apríl 2015 til mars 2016, hefur nýskráningum einkahlutafélaga fjölgað um 14% í samanburði við 12 mánuði þar á undan. Alls voru 2.465 ný einkahlutafélög skráð á tímabilinu, borið saman við 2.161 á fyrri 12 mánuðum.

Hlutfallsleg fjölgun nýskráninga var mest í fasteignaviðskiptum þar sem þeim fjölgar úr 230 í 394, eða um 71% á síðustu 12 mánuðum. Meðal annarra greina þar sem nýskráningum hefur fjölgað má nefna leigustarfsemi og ýmsa sérhæfða þjónustu þar sem nýskráningum fjölgaði úr 157 í 204 (30%) og rekstur gististaða og veitingarekstur þar sem fjölgunin var úr 142 í 172 nýskráningar (21%).  Mest hlutfallsleg fækkun nýskráninga var í heild- og smásöluverslun og viðgerðum á ökutækjum, eða um 7% frá fyrra tímabili.

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum
Fréttir 21. september 2023

Fé fækkað um 3.500 á undanförnum árum

Laugardaginn 2. september var réttað í Ljárskógarétt í Dölum, rétt norðan Búðard...

Landbúnaður í fjárlögum  ársins 2024
Fréttir 21. september 2023

Landbúnaður í fjárlögum ársins 2024

Í síðustu viku kynnti Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp sitt...

Garðyrkjubændur í áfalli
Fréttir 21. september 2023

Garðyrkjubændur í áfalli

Einu landbúnaðartengdu verk­efnin í fjárlögum ríkisins fyrir árið 2024 sem fá au...

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...