Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rannveig Anna með elstu bók Konubókastofunnar sem er frá 1886, fyrsta  handavinnubókin á Íslandi.
Rannveig Anna með elstu bók Konubókastofunnar sem er frá 1886, fyrsta handavinnubókin á Íslandi.
Mynd / MHH
Fréttir 2. mars 2017

2.500 titlar eftir íslenska kvenrithöfunda

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Á Eyrarbakka er starfrækt Konubókastofa sem er varðveislu- og fræðslusafn og eini staðurinn á Íslandi þar sem hægt er að fræðast um íslenska kvenrithöfunda. 
 
Núna eru um 2.500 titlar af bókum, tímaritum og ýmiss konar efni eftir konur í stofunni. „Við lánum ekki bækur út, ég einfaldlega tími því ekki því ég er svo hrædd um að þær skili sér ekki aftur. Hér er mikið af gersemum, t.d. er elsta bókin frá 1886 og er fyrsta handavinnubókin sem kom út á Íslandi. Margar konur hafa heillast af henni og finnst mjög gaman að skoða. Margar bækur eru áritaðar af höfundi. Við erum með Kvennablaðið sem Bríet Bjarnhéðinsdóttir gaf út og margt fleira sem gaman er að skoða,“ segir Rannveig Anna Jónsdóttir  eigandi Konubókastofunnar. Opið er tvo daga í viku yfir vetrartímann en í sumar er stefnt að því að hafa opið alla daga vikunnar. Hægt er að fræðast um Konubókastofuna á heimasíðunni www.konubokastofa.is 
Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...

Fögur framtíðarsýn
Fréttir 5. desember 2022

Fögur framtíðarsýn

Svandís Svavarsdóttir matvæla­ráðherra kynnti á Matvælaþinginu drög að matvælast...

Þreifingar hafnar um útflutning
Fréttir 5. desember 2022

Þreifingar hafnar um útflutning

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hóf nýlega framleiðslu á hafrajógúrt og hafra...

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands